Skólablaðið - 01.09.1910, Side 5

Skólablaðið - 01.09.1910, Side 5
SKÓLABLAÐIÐ 133 tímann Jónas minn. Þér hafið að Iíkindum aldrei lesið neitt um Ivar Hölm hirðstjóra og næstu hirðstjóra þar á eftir. Ivar þessi leígði alla verslun landsins um þriggja ára tíma (1354). — Þá var hrein einokun hér á landi og svo var til 1361 eða jafnvel lengúr. Frá þessu er skýrt í bók minni á bls. 301—2. — Þér hafið náttúrlegá eigi lesið þann kafla. Skrif yðar Jónas minn sýnir, að þér enn eigi þekkið nógu vel takmörk yðar. Hvítárbakka 15. júlí 1910. Sigurður Þórólfsson. Smágreinar um uppeldi. (Eftir Guðmund Hjaitason.) VI. Kennlð bðrnum að vera góð við dýrin ! 1. Börn eiga að elska náltúrulífið, og þá ekki síst það nátt- úrulíf sem næst oss stendur. Og dýrin, einkum alidýrin, standa oss næst af því. Sum börn eru að upplagi mjög góð við dýr, hafa til dæmis oft feikna dálæti á hundum og köttuni. Og það svo mikið, að sumum, einkum sumu eldna fólki, þótti nóg um. Altaf man eg tvo gamla góða bændur, er komu að pilti, sem lét mestu vinalátuni við kött »Ljótt er að sjá til þín strákur; þú lætur eins við köttinn eins og það væri barn,« sagði annar bóndinn. En hinn svaraði: »ljótara er að sjá þegar krakkar eru að kvelja kvikindin.* Já þetta er hverju orði sannara, sem seinni bóndinn sagði. Verið getur nú að sumir, bæði fullorðnir og böm, hafi • stund- Um vel mikið dálæti, til dæmis á hundum. Ber þó meir á slíku utanlands en hér á landi. En dálæti það er þó smá yfirsjón í samanburði við illa meðferð á dýrum eða misþyrming á nokkru dýri, þó ekki sé nema mús eða padda. A því eins að banna bör.num að fara illa með þessi dýr. Eg nian lika vel eftir hvað piltur einn — eitthvað 12—-14

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.