Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 40
EIMREIÐII* Hvar siöndum vér? 1 Eimreiðinni 1944 var, að nýafstaðinni stofnun íslenzka lý8* veldisins, nokkuð um það rætt, að enn liefði ekki verið gengið frá sambandi Islands út á við, þó að stofnun lýðveldisins „sé i alla staði endanleg livað innanlandsfullveldi snertir“. Var á þetta minnzt út af grein í Lundúnablaðinu „Times“ frá 25. maí sania ár um málefni Islands. 1 2. og 3. liefti Eimreiðarinnar 1945 var aftur rætt um þessi mál í greinunum „Við þjóðveginn“, og þ;' meðal annars um nauðsynina á að tryggja öryggi landsins þá þegar með frjálsum samningi liins fullvalda íslenzka ríkis við Bretland og Bandaríkin — með gagnkvæman bag þessara þriggj3 aðila fyrir augum. Var þetta talið viturlegra og lýsa meiri mann- dómi af vorri bálfu heldur en að láta neyða sig út í afsal rétt- inda, bersetu í landinu og afnot af því livenær sem styrjöld kynni að brjótast ixt aftur á norðurbveli jarðar og einliverjn stórveldinu, sem fyrst yrði til að brennna landið, þætti lienta. Flokkaforustan í landinu var liikandi og á báðum áttum í mál- inu fyrst eftir stofnun lýðveldisins, en viðurkenndi þó í orði nauðsyn landvarna. Undantekning var auðvitað sá tiltölulega fá- menni flokkur, sem berst gegn samvinnu við vesturveldin um land- varnir, en tönnlast á hlutleysi, sem ekki er til. Það er bverjum manni í blóð borið, að verja líf sitt og limi fyrir ofbeldinu, livaðaO sem það kemur. Þjónandi prestar í kirkju Krists ættu að vera allra manna bezt kunnugir þessari meginreglu. „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér, og sá sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir“. Þessi orð meistarans (Matt. 12, 30) mættu þeir íbuga, sem berjast gegn viðleitni þjóðarinnar til að skapa sér öryggi og varanlegan frið í samfélagi við önnur vinveitt og frelsisunnandi þjóðfélög. Nú bófst deilan mikla um flugvallarmálið með öllum þeim æsingum, rangfærslum og óliróðri, sem lienni fylgdi. Alþingi sarn- þykkti á fundi sínum 25. júlí 1946 að leita upptöku í bandalag

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.