Foreldrablaðið - 01.01.1964, Page 29

Foreldrablaðið - 01.01.1964, Page 29
ÚR DAGBOK LÍFSINS \Jiktal í/iVf Tlja^núi Cjiiíaion, ilófaitjóra. ForeltlrablaSinu ])ótti ástæSa til aS flytja lesendum sínum fregnir af því, hvernig og hvers vegna þessi sérstæða kvikmynd, Úr dagbók lífs- ins, varð til. I»að óskaði því viðtals við Magnús Sigurðsson, skólastjóra, og fer það hér á cftir. — Kvikmynd þín, tJr dagbók lífsins- hefur vakið talsverða athygli. „Já, og ég tel það eðlilegt, þar sem hún fjallar um efni, sem nú er að verða mikið vandamál. Að sjálfsögðu er mér það gleðiefni, að myndinni hef- ur verið svo vel tekið, ekki sízt þar sem mér var það ljóst, að á henni voru margir gallar. Raunar tel ég þá minni en við mætti húast, þar sem hér skort- ir flest það, sem veitir góða aðstöðu til slíkrar myndagerðar.“ — Hvernig gekk þér að fá fólk til að leika í myndinni? „Frá upphafi var ég ákveðinn í að reyna að fá óvana leikara, til þess að myndin yrði sem eðlilegust. Sneri ég mér aðallega til kennara og varð vel til. Að vísu tóku allir þessu fjarri í fyrstu, en þegar þeir vissu um efni myndarinnar og tilgang, voru þeir fús- ir að leggja málinu lið, en auðvitað gáf- ust sumir upp við leiklistina." — Er langt síðan þú fékkst þessa hugmynd? „Það eru senn sjö ár. Það var á byrjunarárum starfsins í Breiðavík. Þá vissu færri en nú, hvert starf var að hefjast þar, og hve nauðsynlegt það var. Þá lét ég taka þar kvikmynd til að sýna fjárveitinganefnd Alþingis og öðrum ráðamönnum, hvað þarna var að gerast. Árangurinn varð svo mikill, að hann leiddi til þess, að haldið var áfram.“ — Hver kostaði þessa myndatöku í Breiðavík? „Hana kostaði ég að öllu leyti.“ — Og hve mikill varð sá kostnaður? „Útlagður kostnaður var um 25 þús- und krónur, en þess er að gæta, að þá var allt ódýrara en nú.“ — Hvenær byrjaðir þú svo á seinni myndinni? „Hún var, að heita mátti, beint fram- hald af Breiðavikurmyndinni.“ FORELDRABLAÐIÐ 27

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.