Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2001, Qupperneq 43

Ægir - 01.05.2001, Qupperneq 43
43 V E I Ð A R O G T Æ K N I Ósey framleiðir margar mismun- andi útfærslur af vindum, t.d. svokallaðar togvindur, ankeris- vindur, gilsavindur, gertavindur og trixaspil. Togspilin eru mis- munandi stór, það stærsta til þessa var framleitt fyrir rúmum tveim árum fyrir hollenskan aðila og var 1,7 x 3,5 metrar að stærð, enda togvírinn 44 mm. Þetta er að mati Daníels Sigurðssonar, stjórnarformanns Óseyjar, stærsta togspil sem hefur verið framleitt hér á landi. Daníel segir að togspilin og vindurnar hafi ekki tekið stór- vægilegum breytingum á undan- förnum árum. Þessi hönnun hafi reynst geysilega vel við íslenskar aðstæður. Algengast er að spilin og vind- urnar séu settar í nýsmíðaskip hér innanlands, en einnig er eins og gengur töluvert um endurnýjun á þessum hlutum um borð í hér- lendum fiskiskipum. Um 25 starfsmenn hjá Ósey Hjá Ósey starfa um 25 manns og þar af eru 7-8 starfsmenn á verk- stæði sem fyrst og fremst fram- leiða áðurnefndar vindur og tog- spil. Daníel Sigurðsson segir það láta nærri að um 40% af starfsemi Óseyjar tengist þessari fram- leiðslu. Ósey er með umboð fyrir krana frá ítalska fyrirtækinu Bonfiglioli, en á þá hafa þeir Óseyjarmenn smíðað spil. Daníel segir að þessir kranar séu komnir um borð í um 20 báta og reynist afburða vel. Auk viðhalds og breytinga á fiskiskipum hefur Ósey smíðað minni skip sem öll hafa reynst mjög vel. Nefna má dráttarbátinn Hamar fyrir Hafnarfjarðarhöfn, Geir ÞH-150, 116 brúttólesta dragnóta- og netabát, snurvoðar- bátana Val SH, Svanborgu SH og Esjar SH. Einnig smíðaði Ósey Friðrik Bergmann SH sem er 62ja tonna fiskiskip. Daníel Sigurðs- son segir að fyrirtækið eigi nú tvo óselda skrokka eins og Friðrik Bergmann, en frágangur þeirra ráðist af því hvort og þá hvenær takist að selja þá. Greinilegt er að nýafstaðið verkfall sjómanna hafði töluverð áhrif hjá fyrirtækjum sem þjón- usta sjávarútveginn. Daníel Sig- urðsson segir að menn hafi mjög orðið varir við verkfallið, lítið sem ekkert hafi heyrst frá útgerðarfyr- irtækjunum meðan á því stóð en strax og það leystist hafi orðið gjörbreyting á. Þetta segir Daníel að hafi komið sér nokkuð á óvart, fyrirfram hafi menn búist við að útgerðir myndu nýta sér verkfalls- tímann til viðhalds og breytinga, en það hafi ekki orðið raunin. Togspil og vindur Óseyjar í Hafnarfirði reynast vel við íslenskar aðstæður Í þrettán ár hefur Ósey hf. í Hafnarfirði fram- leitt og selt togspil og vindur. Togspilið, sem er með snurvoðareiginleika og framleitt fyrir smæstu báta að 300 tonnum að stærð, er kom- ið í um 80 hérlend fiskiskip. Vélasalan og Vélorka: Sameinast undir nafni Vélasölunnar Vélasalan ehf. og Vélorka hf., tvö rótgróin þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn, hafa samein- ast undir nafni Vélasölunnar. Til fjölda ára hafa bæði þessi fyrirtæki sérhæft sig í sölu búnaðar og þjónustu við fiskiskipaflotann og eftir samein- inguna mun fyrirtækið geta boðið allan búnað sem þarf um borð í fiskiskip, að undanskildum rafeindatækjum í brú. Þá hefur hið nýja sameinaða fyrirtæki á boðstólum tæki og búnað fyrir fiskvinnslur, iðnfyrirtæki, matvælaiðnað, bygg- ingaverktaka, sveitarfélög og bílaverkstæði. Ennfremur sel- ur Vélasalan utanborðsmótora, slöngubáta og annan frí- stundabúnað. Aðalhúsnæði Vélasölunnar er að Ánanaustum 1 í Reykja- vík, en þar er sýningaraðstaða, varahlutalager og skrifstof- ur. Verkstæði fyrirtækisins er hins vegar að Bygggörðum 12. Starfsmenn eru samtals 15 talsins. Boðið er upp á vara- hlutaafgreiðslu og viðgerðarþjónustu allan sólarhringinn. Úr verslun Vélasölunnar.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.