Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 14
Allir aðilar vilja leggja áherslu á samfellu og samstarf. Til að tryggja það var ákveðið að fá skóla á öllum skólastigum í Kópa- vogsbæ til samstarfs en auk þess grunn- skóla úti á landi, Grunnskóla Fjarðar- byggðar á Reyðarfirði, Eskifirði og Norð- firði. Í Kópavogsbæ eru með í verkefninu Heilsuleikskólinn Urðarhóll, sem er rekinn í þremur húsum, Urðarhóli, Stubbaseli og Skólatröð, tveir grunnskólar, Kópavogs- skóli og Snælandsskóli og einnig Mennta- skólinn í Kópavogi. Þannig er reynt að tryggja að nemendur séu í heilsueflandi skóla frá upphafi skólagöngu. Sérstök áhersla er lögð á eflingu geðheil- brigðis til að minnka líkur á áhættuhegðun eins og neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna, einelti og sjálfsvígum. Leitast er við að allt skólastarf, umhverfi skólanna og sam- starf við foreldra og aðra í samfélaginu miði að því að nemendum líði og farnist sem best. Markmið heilsueflingar í skólum á Íslandi • Að samfélagið veiti möguleika og skuldbindi sig til að skapa heilsueflandi umhverfi. Það auðveldar skólasamfélaginu að stjórna eigin heilsu með stjórnunarað- gerðum, samskiptum innan og utan skóla, kennsluaðferðum, virku samstarfi og þátt- töku í samfélaginu. • Að skólasamfélagið efli skilning nem- enda og heilbrigði, líkamlega, félagslega og andlega. Þekkingaröflunin ein nægir ekki, það þarf að breyta atferlinu varanlega í samræmi við þekkinguna. Heilbrigði er ekki einkamál einstaklingsins. Þeir sem lifa í samfélagi hafa áhrif hver á annan. Með því að stuðla meðvitað að eigin heilbrigði höfum við áhrif á heilbrigði náungans. Til að ná þessu fram þarf: • Öllum að líða vel í skólanum, bæði líkamlega og andlega. • Að auka þekkingu einstaklinga innan skólans og í samfélaginu á eigin heilsu. • Að þjálfa hæfileika og sjálfsvitund einstaklinga til að lifa heilbrigðu lífi. • Hver skóli að setja sér markmið er stuðlar að heilsueflingu allra. • Að fá alla í skólasamfélaginu til að taka virkan þátt í verkefninu. • Skólanámskrá að taka mið af líkamlegri, félagslegri og andlegri heilsueflingu. • Að auka markvissara samstarf skóla og heilsugæslu. • Að efla félagsfærni með því að hafa öll samskipti innan skóla og við foreldra og forráðamenn ánægjuleg og gjöful. • Að koma á góðum samskiptum við aðra skóla, foreldra og forráðamenn og bæjarfélag með hliðsjón af heilsueflingu. • Samfélagið að vera umhverfisvænt. Samstarfið skólaárið 2000 til 2001 Meginverkefnið var að fræða sem flesta í skólasamfélaginu um ýmsa þætti er tengjast heilsueflingu. Var það gert með því að halda fundi, námskeið og ráðstefnur og fengnir til þess ýmsir sérfræðingar úr þjóð- félaginu. Í fræðslu á þessu tímabili var lögð meg- ináhersla á fimm þætti. 1. Skapandi og gott vinnuumhverfi Félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, vinnuumhverfi í skólum, vinna við tölvur og hléleikfimi. Einnig var átakið Bakverkurinn burt kynnt. 2. Geðrækt Geðheilsa og geðraskanir, geðrækt og kynning á nýju námsefni Geðræktar um geðheilsueflingu í skólum. 3. Hreyfing og dans Íþróttir fyrir alla, námskrá grunnskóla með hliðsjón af hreyfingu, skólalóðin, íþróttir í leikskóla, heilsuefling-mannrækt, lífið gefur okkur meira með hreyfingu, hreyfing-dans í skólastofu og slökun. 4. Greind eða greindir? Ein greind eða fleiri, kenning Gardner um margs konar greind, hagnýting kenn- ingarinnar, sýnishorn af kennslustund mið- að við hana, tilfinningagreind, tilfinninga- læsi og tilfinningaólæsi. 5. Hollur matur í skóla Matur, líðan og heilsa barna, eigið mataræði skoðað, hvað hefur áhrif á holda- far barna? Sykursæt börn, matur í skóla, bjóðum grænmeti og ávexti í skólum og hvar er að finna upplýsingar um hollustu? Heilsueflingarskólarnir Skólarnir hafa unnið í því að setja sér heilsueflingarmarkmið og notuðu misjafnar aðferðir við það. Áhersla var lögð á að allir í skólasamfélaginu tækju þátt í þeirri vinnu. Í framhaldi af því hafa skólarnir komið markmiðum sínum áfram inn í almennt skólastarf. Verkefnið er því hluti af sjálfsmati skól- anna og einn hlekkur í keðju þróunar og framfara. Sérstakir dagar hafa verið í skólunum er stuðla að bættri heilsu allra. Samstarf við heilsugæslu Skólarnir og heilsugæslan starfa nú meira saman og út frá víðara sjónarhorni en áður hefur tíðkast. Þar má til dæmis nefna samstarfsverkefni Heilsugæslu Kópavogs og Heilsuleikskól- ans Urðarhóls. Hjúkrunarfræðingur kemur í leikskólann einu sinni í viku og gerir þar þriggja og hálfs og fimm ára líkams- og þroskamat sem áður voru gerð í heilsugæslustöðinni. Samstarfsverkefnið hefur tekist vel. Barnið er samvinnuþýðara í daglegu umhverfi sínu, sem það þekkir vel, og allar upplýs- ingar eru nánari þar sem hjúkrunarfræð- ingurinn getur rætt bæði við foreldra og starfsfólk leikskólans um barnið. Jafnframt veitir hann leikskólanum ráðgjöf í málefn- um er stuðla að almennri heilsu. Hvað er framundan? Heilsueflingarskólarnir munu nú vinna að þeim verkefnum og markmiðum sem greining á þörfum og vinna við stefnumót- un leiddu af sér. Umsjónaraðilar Heilsueflingar í skólum munu vinna að gerð leiðbeininga til að auð- velda öðrum skólum að verða heilsueflandi. Anna Lea Björnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri verkefnisins Heilsuefling í skólum. Hei lsuef l ing 16 Heilsuefling: Ferli sem auðveldar fólki að hafa vald á og auka eigið heil- brigði og samfélagsins. Heilsuefling í skólum miðar ekki eingöngu að fræðslu og því síður að heilsufarsskoðun, heldur að gera allt umhverfi skólans, lifandi og dautt, að uppsprettu heilbrigðis. „Meginverkefnið var að fræða sem flesta í skólasamfélaginu um ýmsa þætti er tengjast heilsueflingu,“ segir Anna Lea Björnsdóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.