Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.11.2001, Blaðsíða 28
hækkað um tæplega 51%. Heildarlaun hækkuðu hlutfallslega minna eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þau voru á tímabilinu janúar til september 2001 kr. 289.214 og höfðu hækkað um 31,3%. Í september árið 2000 voru dagvinnulaun framhaldsskólakennara kr. 135.543 en höfðu í september 2001 hækkað í kr. 211.356 og nemur hækkunin 55,9%. Heildarlaunin höfðu eins og í fyrra dæminu hækkað hlut- fallslega minna. Þau voru kr. 244.052 í sept- ember 2000 en höfðu hækkað í kr. 320.420 í september 2001 eða um 31,3%. Verðhækkanir draga úr ávinningi samninga Kjarasamningur framhaldsskólans frá 7. janúar 2001 skilaði framhaldsskólakennur- um sambærilegum árangri og önnur félög háskólamenntaðra starfsmanna ríksins höfðu áður náð og er áfangi í áttina að því markmiði að dagvinnulaun kennara stand- ist samanburð við eðlilega samanburðar- hópa. Nú undir árslok 2001 er ljóst að launaþróun hjá framhaldsskólakennurum er nokkuð ásættanleg, en jafnljóst er að verðhækkanir á vörum, þjónustu og opin- berum gjöldum nagar þann ávinning sem náðist með kjarasamningnum og gildir það jafnt um framhaldsskólakennara sem aðra launamenn í landinu. Fjárveitingar til framhaldsskólans verði auknar árið 2002 Í gildandi kjarasamningi sameinuðust full- trúar fjármálaráðherra og stéttarfélags framhaldsskólakennara um metnaðarfull markmið, m.a. að styrkja stöðu framhalds- skóla og skólastarf og laga það að breyttu umhverfi og breyttum kröfum samfélags- ins. Í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundinum kemur fram að eigi þessi mark- miðssetning að verða annað en orðin tóm þurfi að auka fjárveitingar til framhalds- skóla verulega strax á árinu 2002 til þess að gera þær endurbætur á reiknilíkani fyrir framhaldsskóla sem nauðsynlegar eru og undirbúnar hafa verið í menntamálaráðu- neyti. Er skorað á þingmenn allra flokka að fylkja sér um tillögur um auknar fjárveit- ingar til framhaldsskóla þannig að rekstur þeirra verði í jafnvægi. Áfram þörf fyrir námsmatsnefnd Auk ályktunar um fjárveitingar til framhalds- skóla samþykkti fundurinn ályktun um þörf fyrir námsmatsnefnd en menntamálaráðherra lagði hana niður síðastliðið vor. Þar kemur fram að ófært sé að enginn faglegur vettvang- ur eða úrskurðaraðili meti nám og lokapróf út frá hlutlægum mælikvörðum á borð við prófaskrá þá og aðrar vinnureglur sem náms- matsnefnd notaði um árabil. Framlag til endurmenntunar verði hækkað Einnig var gerð ályktun um endurmenntun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að beita sér fyrir hækkun á framlagi til end- urmenntunar framhaldsskólakennara í frumvarpi til fjárlaga 2002. Vakin er at- hygli á því að samkvæmt frumvarpinu sé framlag til endurmenntunar aðeins tveim milljónum króna hærra en það var 2001 og 2000. Til þess að framlagið dugi til að sinna samsvarandi verkefnum og í fyrra þurfi það að hækka mun meira vegna kostnaðar- og launahækkana. Stuðningur við tónlistarskólakennara Að lokum samþykkti fulltrúafundur FF samhljóða ályktun um kjaradeilu tónlistar- skólakennara þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu þeirra. Í ályktun- inni segir að eðlilegt og sjálfsagt sé að í kjarasamningi við tónlistarskólakennara sé tekið mið af launaþróun annarra kennara með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. Kennarastarfið sé í stórum dráttum hið sama hvort heldur því sé gegnt í tón- listarskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. Tónlistarmenntun í landinu eigi mikið undir því að tónlistarskólakennarar gangi ánægðir til starfa sinna og geti helgað sig þeim. Þessu markmiði verði ekki náð nema með því að stórbæta kjör tónlistarskóla- kennara. Hvetur fulltrúafundur FF launa- nefnd sveitarfélaga til þess að ganga strax til samninga við Félag tónlistarskólakenn- ara og Félag íslenskra hljómlistarmanna um laun sem standist samanburð við laun samkvæmt kjarasamningum kennara og skólastjórnenda í Kennarasambandi Íslands sem undirritaðir voru um síðustu áramót. Helgi E. Helgason Fultrúafundur FF 31 Ástand og horfur í efnahagsmálum Már Guðmundsson, aðalhagfræðing- ur Seðlabanka Íslands, flutti erindi á fulltrúafundi Félags framhaldsskóla- kennara 9. nóvember sl. um ástand og horfur í efnahagsmálum. Í erindinu kom fram að atburðirnir í Bandaríkjunum 11. september sl. muni hafa áhrif á efnahagslíf heims- ins en óvíst væri hve víðtæk þau yrðu. Samdráttur væri þegar stað- reynd í Bandaríkjum, Japan og víðar og hagvaxtarhorfur hefðu versnað umtalsvert. Hins vegar drægi meira úr verðbólgu í heiminum en áður hefði verið reiknað með. Már sagði að núverandi lægð í ís- lenskum efnagsmálum væri ólík fyrri samdráttarskeiðum hér á landi. Þjóð- arbúið hefði ekki orðið fyrir áföllum í tekjumyndun vegna minni útflutn- ings eða verri viðskiptakjara. Verð á útflutningsvörum væri hátt og út- flutningsgreinar hefðu styrkst vegna lækkunar á gengi krónunnar. Margir grunnþættir efnhagslífsins væru sterkir. Hann taldi að botni efnahagslægð- arinnar væri enn ekki náð. Hins vegar væru forsendur til þess að fram- leiðsluspenna minnkaði á næsta ári og verðbólga lækkaði. Þjóðarútgjöld væru byrjuð að dragast saman, sam- dráttur hefði ekki orðið í landsfram- leiðslu á seinni hluta ársins, útlána- vöxtur hefði minnkað verulega, spenna á vinnumarkaði væri farin að minnka og launaskrið hefði aukist síðustu mánuði.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.