Franskir dagar - Jul 2017, Page 22

Franskir dagar - Jul 2017, Page 22
22 Þann 8. apríl sl. voru liðin 120 ár frá fæð- ingu Einars Sigurðssonar, heiðursborgara Fáskrúðsfjarðar og verður hans minnst í kaffisamsæti í Félagsheimilinu Skrúði þann 29. júlí 2017 frá kl. 14 – 17. Einar Sigurðsson fæddist 8. apríl í Baldurshaga á Fáskrúðsfirði. Hann ólst upp við smíðar frá blautu barnsbeini en faðir hans, Sigurður Einarsson var sjálfmenntaður smiður á tré og járn auk þess að stunda búskap og sjósókn. Einar hélt til Reykjavíkur um tvítugt, lærði húsasmíði í Trésmiðjunni Völundi og lauk meistaraprófi í húsasmíði. Hann var síðan um tíma í Sandnesi í Noregi til að afla sér frekari þekkingar í smíði. Síðar lærði Einar skipateikningar í Reykjavík og hlaut meistararéttindi í skipasmíði. Einar settist að á Fáskrúðsfirði og vann við trésmíðar en faðir hans hafði byggt upp verkstæði og sjóhús við Odda. Árið 1932 stofnaði Einar, ásamt Benedikt Sveinssyni, Trésmíðaverksmiðju Austurlands. Fyrir- tækið var í daglegu tali kallað Odda- verkstæðið. Einar tók brátt einn við rekstr- inum og með árunum jukust umsvif fyrirtækisins. Á verkstæðinu var jafnframt stunduð vél- og járnsmíði, vélaviðgerðir og niðursetningar véla sem Andrés bróðir Einars sá um en hann var járnsmíðameistari. Guðlaugur bróðir Einars lærði húsasmíði í Reykjavík og eftir að hann fluttist heim hóf hann störf á Oddaverkstæðinu og var löng samvinna þeirra bræðra náin og góð. Alls smíðaði Einar um 100 opna báta, tugi árabáta og um 20 þilfarsbáta. Smíði bátanna var fyrst og fremst eftir hans eigin teikningum og hugmyndum. Auk bátasmíðinnar reisti Einar fjölda íbúðarhúsa, opinberar bygg- ingar, sinnti brúar- og bryggjusmíði og voru oft mörg verkefni í gangi í einu. Einnig gerði hann við og endurbyggði marga báta. Hann lét til sín taka ef verkefnin gengu ekki eins og hann óskaði. Einar hafði alltaf sjálfur yfirumsjón með öllum verkum. Hjá honum unnu margir menn hverju sinni og voru hverjum og einum falin þau verkefni sem best hæfðu viðkomandi. Einar Sigurðsson

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.