Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 31

Læknaneminn - 01.04.1999, Síða 31
MÆLT MEÐ Efnisleg rök fyrir og gegn sameinmgu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur Helgi Sigurðsson INNGANGUR Sameiginlegur forstjóri var skipaður fyrir um ári síðan fyrir Landspítaiann og Sjúkrahús Reykjavíkur, ennfremur er ákveðið að sameiginleg stjórn verði skipuð fyrir bæði sjúkrahúsin enda heyra þau bæði rekstrarlega séð undir Heilbrigðis- og Trygginga- málaráðuneytið. Arið 1997 kom frarn skýrsla frá Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytinu um fram- tíðarsýn varðandi skipulag sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni, en í henni er gert ráð fyrir að byggt verði eitt fullkomið háskólasjúkrahús á íslandi (1). Þrátt fyrir þetta er vilji stjórnvalda varðandi framtíðar- stefnu í sjúkrahúsmálum á höfðborgarsvæðinu óljós, með öðrum orðum það liggur ekki ennþá fyrir hvort raunveruleg sameining sjúkrahúsanna sé í vændum eður ei. Fyrir tæpurn 10 árum var bráðasjúkrahúsunum í Reykjavík fækkað úr þremur í tvö með sameiningu Landakots og Borgarspítalans í Sjúkrahús Reykjavík- ur. Þó nokkrar deilur voru um þá sameiningu á sínum tíma. Nú snýst umræðan um hugsanlega frekari sam- einingu, það er sameiningu Landspítalans og Sjúkra- húss Reykjavíkur. Umræðan um þessi mál hefur eink- um verið byggð á órökstuddum staðhæfingum og minna borið á efnislegum rökum. I umræðunni fram til þessa hafa aðallega tekist á tvö megin sjónarmið, annars vegar að landið væri það fámennt að ekki væri grundvöllur til reksturs nema eins vel útbúins sjúkra- húss á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar að rekstur tveggja sjálfstæðra sjúkrahúsa væri forsenda eðlilegr- ar faglegrar samkeppni sem er grundvallaratriði fyrir framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins. Markmiðið með þessari grein er að draga fram þau helstu efnislegu rök, sem eru fyrir og gegn samein- ingu Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, enda ættu ákvarðanir í heilbrigðismálum öllu jafna að byggja á slíkum rökum en ekki á órökstuddum stað- hæfingum. AF HVERJU ER VERIÐ AÐ SAMEINA SJÚKRAHÚS? Höfuðmarkmið rneð sameiningu sjúkrahúsa er að bæta gæði heilbrigðisþjónustunar en jafnframt fylgja fjárhagsleg ntarkmið, það er að ná fram sparnaði með þeirri hagræðingu sem fylgir í kjölfar sameiningar (2). Sameining sjúkrahúsa hefur verið í deiglunni á Vesturlöndum og jafnvel haft í flimtingum að sam- einingaræði (merger mania) væri í gangi (2) Sem dærni má nefna að á síðustu árum hafa fleiri þúsund slíkar sameiningar átt sér stað í okkar helstu ná- grannaríkjum (3). í meðfylgjandi töflu er ætlunin að draga fram þá þætti, sem helst ættu að koma til skoð- unar þegar verið er að íhuga sameiningu sjúkrahúsa og er tekið mið af aðstæðum hér á landi. ÁRANGUR MEÐFERÐAR Sýnt hefur verið fram á það fyrir fjölda sjúkdóma að árangur meðferðar batnar: (i) á sjúkrahúsum með auknum sjúklingafjölda (4-6), (ii) með meiri læknis- fræðilegri sérhæfingu (7,8) og (iii) þegar hver læknir meðhöndlar ótilgreindan lágmarksfjölda sjúklinga (9,10). VALMÖGULEIKAR SJÚKLINGS I dag getur sjúklingur sem er óánægður með þjón- ustu á einu sjúkrahúsanna leitað á hitt, en ef til sam- einingar kemur þá minnka valmöguleikar. Eins og að- stæður eru í dag þá er samkeppni á milli sjúkrahús- anna um að veita sjúklingum þjónustu, að minnsta kosti á vissum sviðum, og það ætti að draga úr líkum á löngum biðlistum. Samkeppnin getur haft neikvæð- ar fjárhagslegar afleiðingar eins og vikið er að hér Höfundur er krabbameinslœknir á Landspítalanum LÆKNANEMINN • 1. tbl. 1999, 52. árg. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.