Jazz - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Jazz - 01.04.1947, Blaðsíða 5
kins skiftast á að leika eina fallega sólóina eftir aðra. Þessi plata gefur, betur en nokkrar aðrar, gott dæmi um hve hátt list Hawkins stendur og hve fullkomlega hann hefur stjórn á hljóðfærinu, og hve hann notar alla mögu- leikur þess. Bæði tónn hans og viberato er svo fullkomið, að það mun verða fyrirmynd allra saxófónleikara Leil{ur Choo betur en Hawkins? Þegar Spike Huges kom til Bandaríkj- anna, lék hann inn á plötur með hljóm- sveit Benny Carters og ýmsum frægum jazz- leikurum öðrum, þar á meðal Hawkins. Það var Decca, sem tók þessar plötur upp. Af þessum plötum heyrðust mjög góðar tenórsólóir, og var álitið, að það væri Hawkins, er léki þær, en Spike Huges upp- lýsti, að þessar sólóir hefði leikið algjörlega óþekktur saxófónleikari, Leon „Choo“ Berry. A nokkrum platanna t. d. „Fanfare“ og „Music at Midnight", heyrðist samleikur milli Hawkins og Choo. A báðum þessum plötum leikur Choo fyrri sólóina, og þarf æft eyra til þess sundurgreina mismuninn, þó hafði Choo ekki hinn mikla tón Hawkins eða jafn mikinn myndugleik í leiknum. Er tímar liðu varð Choo miklu persónulegri, leikur hans missti mýkt Haw- kins, en varð miklu léttari og hann lék meira „swing“ en Hawkins. Ef tekin er t. d. platan „Hot Malets“, þar sem Choo lék sóló, en hinum megin var „When lights are low“,þar sem Hawkins lék sóló, er enginn efi á að samanburðurinn er Choo í hag. Choo lézt árið 1941, og stóð þá fyllilega jafnfætis Hawkins. Að einu leyti náði hann þó ekki Hawkins, en það var í hægu lögun- um, því að enginn hefur jafn vel og Hawkins getað fengið þvílika ró og tón í þeim. Erfitt fyrir Webster. Þegar Hawkins fór til Evrópu frá Banda- ríkjunum árið 1934, tók við af honum í hljómsveit Hendersons ungur og duglegur saxófónleikari að nafni Ben Webster. Það var ekki þægilegt að taka sæti Haw- kins, og það heppnaðist heldur ekki vel. Hann var undir miklum áhrifum frá Haw- kins, en sólóuppbygging hans var alltaf þung, og hann gat ekki haft þann myndugleik i sólóunum, er Hawkins var svo eiginlegt, og það kom líka að nokkru leyti til af því að hann vantaði öryggi. Seinna var Webster ráðinn í hljómsveit Ellingtons, en þar batnaði tækni hans að miklum mun og hann fékk persónulegan stíl. Maður heyrir greinilega á plötunum „Cotton Tail“ og „Conga Brava“, hve góður saxófón- leikari Webster er, en samt mun hann alltaf standa í skugga Hawkins og Choo. Það er eftirtektarvert að bæði Choo og Webster hafa notað stíl Hawkins til að byrjameð, en svo breytt honum eftir skap- ferli hvers um sig. JAZ2 3

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.