Foreldrablaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 16

Foreldrablaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 16
16 Foreldrablaðið ir engar venjur. Þessar bvatir eru í fyrstu ákaflega mótanlegar af áhrifum uppeldisins. Það er um deilt, hversu margvíslegar þessar hvatir eru, og eins um innbyrðis samhengi þeirra, en það er ekki deilt um, að þær séu til. Þessar frumstæðu hvatir geta á enga lund samræmzt þeim kröfum, sem samfélag við aðra menn hlýtur að gera, og þær eru heldur ekki hæfar til að mæta þeim viðfangsefnum, sem lífið leggur mann- inum á herðar. Það er því auðskilið mál, að þær verða að taka stakka- skiptum. Þær verða að geta samræmzt þessum kröfum og viðfangsefnum. En hér er líka annars að gæta. Hvatir þessar er ekki hægt að sveigja ótak- markað. Sé það reynt, er barninu al- varleg hætta búin. Hér þarfnast sál- fræðilegrar þekkingar og skilnings, ef vel á að fara. Þeir eru ekki beztir for- eldrar, sem geta lagt börnum sínum til flestar barnfóstrur og gefið þeim mest af sælgæti og leikföngum. Hér er þó ekki verið að draga úr nauðsyn efna- legra gæða í þágu uppeldisins, en bent á, að þau eru engan veginn einhlít og geta jafnvel verið til einskis gagns, þó auðvitað að minnstu kröfu undanskil- inni. En uppeldið krefst einnig mikill- ar þekkingar og fórnfýsi af foreldrun- um. Það er ekki barninu fyrir beztu, að látið sé eftir öllum kröfum þess, heldur hitt, að hvatir þess bindist venj- um, sem geta orðið undirrót að heil- brigðu og góðu lífi. En þetta er mjög torvelt, nema það sé gert frá upphafi. Verði veruleg mistök á uppeldinu fyrstu árin, er ekki auðhlaupið að kippa þeim í lag. Heilbrigðar lífsveni- ur verða því að skapast að miklu leyti á fyrstu árunum. Það er samt ekki svo að skilja, að uppeldið sé vandalaust eftir þennan tíma, því fer f jarri. Hvert aldurs- og þroskaskeið hefir sín sér- stöku viðfangsefni. En sé hverju við- fangsefni ekki sinnt á réttum tíma, verður erfiðara að sinna þeim, er á eftir koma. Nú gæti lesandanum hafa þótt, að ég h-afi talað all-óljóst og ekkí útskýrt mál mitt með dæmum. En í svo stuttri greinargerð er annars varla auð- ið. Mun ég þó reyna að nefna eitt dæmi til skýringar. Eins og allir vita, er börn- unum nauðsynlegt að sofa mikið og reglulega. En hvernig er bezt að skapa heilbrigðar svefnvenjur? Margar um- hyggjusamar mæður vagga börnum sínum í svefn og syngja við þau. Þær láta börnin finna, að það er þeirra (þ. e. mæðranna) þægð, að þau sofi. ’Börn- in ganga á það lagið, og það verður síféllt torveldlra að fá þau til að sofna. A L LI R KRAKKAR MEÐ LEÍKFÖNG LJR EDINBORG JÓLASVEINN EDINBORGAR.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.