Foreldrablaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 25

Foreldrablaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 25
Foreldrablaðið 25 Sigurður Thorlacius: Fræðslulögin nýju og framkvæmd þeirra í Reykjavík. Síðasta Alþingi samþykkti, svo sem kunnugt er, ný lög um fræðslu barna. Sum dagblöðin hafa að vísu birt grein- ar um lögin. Eigi að síður þykir rétt, uð Foreldrablaðið minnist á hin nýju lög og framkvæmd þeirra, einkum frá sjónarmiði barnafræðslunnar í Reykja- vík. Undirbúningur máisins. Samkvæmt tilmælum Sambands ís- lenzkra barnakennara skipaði stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar nefnd vorið 1934 til að semja frumvarp til nýrra fræðslu- iuga. I nefndinni störfuðu 4 barnakenn- avar. Eftir að frumvarp kennaranna hafði verið lagt fyrir Alþingi, var, það sent til kennara og skólanefnda um iand allt til umsagnar. Öll kennara- stéttin og yfirgnæfandi meirihluti skólanefnda mæltu eindregið með því, að frumvarpið yrði samþykkt í aðal- atriðum. Aðalátökin um málið urðu því næst á Alþingi 1936. Einn þeirra manna, atan þings, sem ákveðnast beittu sér fyrir samþykkt frumv. var Sigurður Jónsson, skólastjóri. Var hann sann- ferður um, að hin nýja skipun, er fvumv. gerði ráð fyrir, myndi horfa til fuikilla umbóta fyrir barnafræðsluna í landinu, og ekki sízt í Reykjavík. Þegar til úrslita kom á Alþingi varð flokkur jafnaðarmanna og framsókn- arflokkurinn með frumvarpinu nokk- uð breyttu, ennfremur nokkur hluti bændaflokksins og sjálfstæðisflokks- ins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Pétur Halldórsson, var eindreginn fylgismað- ur frumv. í því formiy sem neðri-deild gekk frá því. Var fylgi hans þýðingar- mikið fyrir framgang málsins. Helztu breytingarnar í Reykjavík. Skal nú drepið á helztu breytingarn- ar, sem hin nýju fræðslulög hafa í för með sér hér í Reykjavík. Niðurfærsla skólaskyldunnar er vafa- laust eitt þýðingarmesta atriði breyt- inganna. Áður voru börnin í Reykja- vík skólaskyld 1. okt. árið, sem þau urðu 8 ára. Nú eru þau skólaskyld 1. maí árið, sem þau verða 7 ára. Niður- færslan nemur því einu ári og 2 Vá starfsmánuði. Öllum, sem reynslu hafa í þessum efnum, ber saman um, að það skipti mjög miklu máli, einkum fyrir nám undirstöðuatriða lesturs, skriftar og reiknings, hvort börnin byrji skólavist 7 eða 8 ára gömul. Almenningur hér í bænum virðist líka með ári hverju hafa áttað sig betur og betur á þessari staðreynd. Umsóknum um . skólavist fyrir 7 ára börn fór ört fjölgandi, og margir umsækjendur urðu fyrir sárum vonbrigðum, er þeim var tilkynnt, að skólinn hefði hvorki heimild né hús- rúm til að veita 7 ára börnum viðtöku. Viðkvæðið var þá oftast hið sama: „Barnið þarf að fara að læra, en við höfum ekki efni á að kaupa því tíma- kennslu, fyrir 8—10 krónur á mán- uði“. Skólaskylda 7 ára barnanna er

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.