Vísbending


Vísbending - 20.12.2019, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.12.2019, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun V Í S B E N D I N G • 4 7 . T B L . 2 0 1 9 1 20. desember 2019 47. tölublað 37. árgangur ISSN 1021-8483 Volcker varðmaður verðstöðugleika – Embættismaður sem gætti almannahags Ásgeir Brynjar Torfason phd. í hagfræði Verðbólgudraugurinn. Bardaginn við verðlagið. Flaggskipin. Hversu löng bið. Traust og áreiðanleika tekur langan tíma að ávinna sér, en það gerði Paul Volcker (1927- 2019) sannarlega. Verður hann lengi talinn einn af mikilvægustu seðlabankastjórum í sögu Bandaríkjanna og mikill áhrifavaldur í uppbyggingu alþjóðlega fjármálakerfisins. Frægastur varð hann fyrir baráttu sína gegn verðbólgunni stuttu eftir að hann tók sæti seðlabankastjóra árið 1979. Einnig tók hann þátt í því að taka bandaríkjadal af gullfæti árið 1971. Við það gjörbreyttist fjármálakerfi heimsins og sú stofnanauppbygging sem kennd er við Bretton Woods eftir stríð kollsteyptist. Eftir að Reagan tók til við að sleppa taumnum lausum á fjármálakerfinu og Volcker var hættur í opinberri þjónustu þá sinnti hann meðal annars störfum við að endurheimta tæplega tvöhundruð milljarða króna af svissneskum bönkum til fórnarlamba útrýmingarbúða nasista. Volcker kom einnig á fót stofnun fyrir bættan opinberan rekstur og góða menntun embættismanna (Volcker Alliance)1 auk þess sem hann styrkti stofnun hugveitu um nýsköpun í hagfræðilegri hugsun (Institute for New Economic Thinking)2. Þó varð einn mikilvægasti hluti arfleifðar hans til við endurkomu hans inn á svið stjórnmálalegrar hagfræði (e. political economy) í kringum fjármálakrísuna miklu fyrir rúmum áratug. Þá varð hann strax við upphaf krísunnar ráðgjafi Obama eftir kosningarnar. Á endanum fékk Volcker reglu nefnda eftir sér sem varð hluti hinnar svokölluðum Dodd- Frank löggjafar frá 2010 og setti fjármálakerfinu skorður í ljósi krísunnar. Volcker-reglan bannaði eigin viðskipti bankastofnana sem varðveittu innstæður almennings. Reglan var á vissan hátt veikari útgáfa af reglu úr Glass-Steagall

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.