Vísbending


Vísbending - 20.12.2019, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.12.2019, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 4 7 . T B L . 2 0 1 9 3 í nýlegri grein í The Nation.8 Þó að Volcker hafi tekist að koma verðbólguvæntingum niður í kjölfarið þá er nokkuð ljóst að sú vaxtahækkunaraðferð dugar ekki í efnahagsumhverfi dagsins í dag. Það sem gerðist í raun á óðaverðbólgutímanum var að í stað þess að stýra vöxtunum þá fólst breytingin í því að fara að stýra peningamagni og var það gert með því að blanda markaðsaðilum inn í þá magnaukningu eða minnkun. Þessari nýsköpun í peningastjórn fylgdu auk vaxtahækkana tvær samhangandi efnahagslægðir áður en að hægt var að byrja að lækka vexti aftur árið 1982 og töluvert síðar var verðstöðugleika lokst náð.9 Atvinnuleysi jókst verulega á þessum tíma og í fyrsta sinn þurfti seðlabankastjóri lífverði vegna ógna frá atvinnulausum verkamönnum eða atvinnurekendum á leið í þrot. Á þessum tíma var hins vegar ekki til jafna sem skilgreindi verðstöðugleika við 2% verðbólgumarkmið. Því hefur verið haldið fram að Volcker myndi alveg vera sáttur við 4% verðbólgu við vissar aðstæður, verðstöðugleiki er nefninlega ekki formúla heldur hugarástand (e. state of mind) á hann að hafa sagt.10Hins vegar á Volcker einnig að hafa spurt hvers vegna nokkur ætti að sætta sig við viðvarandi 2% verðbólgu þar sem að hún þýddi að kaupmáttur minnki þá um helming á einni starfsævi. Reagan hafði árið 1986 náð að tilefna fjóra sér hliðholla aðila í sjö manna peningastefnunefnd sem vildu lækka stýrivexti. Þeir beittu einnig þeim rökum að ekki væri hægt að stýra seðlabankanum af aðeins einum manni. Volcker vildi halda vöxtum óbreyttum en lenti í minnihluta. Hann gekk út af fundinum og skellti hurðinni á eftir sér með þeim orðum að þau gætu sjálf stýrt seðlabankanum héðan í frá, en þá án sín, og fór og skrifaði uppsagnarbréf inn á skrifstofu sinni. Hins vegar fóru mál þannig að síðar um daginn dró einn nefndarmanna atkvæði sitt til baka og uppsagnarbréfið því aldrei undirritað. Þessi saga sýnir einurð Volckers við að varðveita sjálfstæði seðlabankans og láta ekki pólitík hafa þar áhrif. Það var ávallt lykilatriði að mati Volckers að nýta vel tímann á milli krísa til þess að byggja upp trúverðugleika sem er seðlabönkum lífsnauðsynlegur þegar að krísan kemur. Það var einmitt mantra Volckers í krísunni 2008-9 sem hann margsagði þá að traustið eða trúverðugleikinn er það eina sem þú átt raunverulega.11Trúverðugleikann er erfitt að byggja upp þegar í óefnið er komið. Undir lok sjálfsævisögu sinnar segir Volker frá því hversu vel hann kunni við að búa í Washington. Þar átti hann marga góða vini sem flestir störfuð í opinberri stjórnsýslu og hann segir frá því hvernig þeir fundu til stolts við að byggja upp vandaða stjórnsýslu, efnahagslega stefnumótun, hugmyndafræði hinnar frjálsu lýðræðilegu heimsmyndar sem byggði á réttarríkinu (e. rule of law) og opnum mörkuðum (e. open markets) og frjálsum viðskiptum (e. free trade). Í dag er umhverfið þar allt í grundvallaratriðum öðruvísi.12 Stjórnmálaástand heimsins Þremur mánuðum áður en hann lést, skrifaði Volcker sína síðustu ritgerð, sem mun birtast sem eftirmáli að endurútgáfu að sjálfsævisögu hans, sem kom fyrst út í október 2018. Financial Times birti eftirmálann13 þremur dögum eftir að hann féll frá. Þar segir hann það hafa verið orðið ljóst sumarið 2018 að Bandaríkin og heimsskipulagið sem þau höfðu stuðlað að stóðu frammi fyrir djúpstæðum pólitískum, efnahagslegum og menningarlegum áskorunum. Bandaríkin sem leiðtogaríki hins frjálsa heims og fyrirmynd lýðræðisuppbyggingar, opinna markaða, frjálsra viðskipta og hagsældar, voru það ekki lengur. Hvort sem það er tilviljun eða af skipulögðum toga þá eru nú virk öfl sem að grafa undan trausti og trú á stjórnkerfið, stefnumótun og stofnanir. Þessi undirróður er nú miklu sterkara heldur en stefna Reagan um að vandamálið felist í ríkisvaldinu (e. government is the problem) þegar að hann vann að mikilli minnkun ríkisafskipta. Í dag erum við að horfast í augu við eyðileggingu á stofnanauppbyggingu sem hefur tekið marga áratugi t.d. til að vernda loftgæði, vatn og veðurfar. Jafnvel er reynt að brjóta niður stoðir lýðræðisins um kosningarétt og sanngjarnar kosningar, lög og reglu, frjálsa fjölmiðla, aðskilnað valds, traust á vísindum og sannleikann sjálfan.14 Þegar sjálfsævisagan15 sem kom út í fyrra var skrifuð þá hafði forseti Bandaríkjanna ekki ráðist á sjálfstæði seðlabankans sem gerði höfundinn feginn, en í eftirmálanum sem kemur út á næsta ári segir skýrt að sú væri ekki lengur raunin. Hin miklu afskipti forseta af seðlabankanum sem birst hafa síðastliðið ár hafa aldrei sést síðan í seinni heimstyrjöldinni. Það veldur miklum áhyggjum þar sem stofnanahönnun og regluumhverfi seðlabanka verður að vernda þá frá flokkshagsmunum eða árásum hagsmunaafla svo þeir geti stuðlað að þjóðarhag.16 Hinn 92 ára Volcker endar eftirmálann sem voru hans síðustu skrif með þessum orðum: „Fyrir 75 árum stóðu Bandaríkjamenn frammi fyrir þeirri áskorun að berjast gegn harðstjórnum erlendis. Þá stóðu bandamenn saman til þess að verja og viðhalda hinu lýðræðilega frelsi sem hafði verið barist fyrir. Kynslóð dagsins í dag stendur frammi fyrir öðrum tilvistarvanda. Hvernig við bregðumst við ræður úrslitum um framtíð lýðræðis og endanlega jarðarinnar sjálfrar. Þann vanda þarf að takast á við - honum er ekki hægt að víkja til hliðar.“17 Í þessum skrifum er mikilvægt að átta sig á þeirri hugsun sem birtist í vönduðu orðavali. Volcker notar mjög meðvitað hugtökin opnir markaðir (e. open markets) og frjáls viðskipti (e. free trade). Frjálsir markaðir eru ekki til enda reglur og eftirlit forsenda þess að þeir virki sem

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.