Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2009, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2009, Blaðsíða 14
Svan Ingólfsson fæddist á Oddeyri á Akureyri árið 1925 og hefur haldið tryggð við þann bæjarhluta æ síðan. Hann hlaut hefðbundið uppeldi hjá yndislegum foreldrum, gekk í Barna- skóla Akureyrar en fór að vinna 13 ára gamall, var í sveit á Silfrastöðum í Skagafi rði nokkur sumur, réði sig á trillu fermingarsumarið en hóf nám í Gagnfræðaskólanum á átjánda ári. Árið 1944 fór Svan í siglinguna sem hann segir hér frá. Vantaði háseta í hvelli En námið í skólanum varð dálítið endasleppt. Ég man eftir því að við Árni bróðir vorum að fara í skólann eftir mat- inn og vorum staddir fyrir framan ný- lenduvöruverslun KEA í Gilinu þegar Ólafur Stefánsson, minn gamli skipstjóri, vindur sér út úr búðinni og þegar hann sér mig, snýr hann sér að mér og segir: „Mig vantar háseta í hvelli. Getur þú ekki bjargað mér“? Áður en ég vissi af var ég búinn að svara játandi. Árni bróðir varð mjög argur út í mig fyrir þessa ákvörðun að fara á sjóinn. Ég fór heim og sagði mömmu frá þessu og hún spólaði en minni ákvörðun varð ekki breytt. Ég var búinn að lofa Óla Ste að fara með hon- um og það stóð. Mamma fór til Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra Gagnfræða- skóla Akureyrar, og rakti raunir sínar fyrir honum. Þorsteinn reyndi hvað hann gat að fá mig ofan af þessu en allt kom fyrir ekki. Frosnar rjúpur og breskir tundurskeytabátar Það þarf ekki að orðlengja það. Ég fór út með dallinum, þetta var lítill pungur, eitthvað um 100 tonn. Skipið átti að sigla á England. Við tókum fi sk í Hrísey og á Dalvík. Við köstuðum úti í fjarðar- kjafti nokkrum sinnum og fylltum bát- inn og sigldum síðan til Húsavíkur og tókum þar marga kassa af frosnum rjúp- um og fylltum lúgarinn. Svo tók við siglingin til Englands og við fengum ágætis veður á leiðinni. Þegar við nálg- uðumst Englandsstrendur komu á móti okkur  tundurskeytabátar á fullri ferð með byssurnar uppi. Tjallinn hélt að þetta væri þýskur kafbátur þar sem ein- ungis sást stýrishúsið og hvalbakurinn því að dallurinn var svo hlaðinn. Tund- urskeytabátarnir sigldu í kringum okkur og við héldum einlæglega að þeir ætluðu að sökkva okkur. Áhöfnin var öll komin upp í brú og við biðum örlaga okkar. Við fengum svo að sigla inn til Fleet- wood en fengum ekki að landa því að ekkert leyfi hafði fengist fyrir þessum farmi. Bilaður dallur og gjaldþrota útgerðarmaður Þarna biðum við í hálfan mánuð og ekki beið fi skurinn sér til batnaðar á þessum sólríku vordögum árið 19. Við vorum peningalausir og matarlitlir, rjúpurnar úldnar og fi skurinn kominn á gúanóstig. Seint og um síðir fengum við að fara í land og eitthvað rættist úr fjárskorti. Alla vega fórum við til Blackpool og skoð- uðum náttúrugripasafn eitt mikið. Það vakti furðu okkar sveitamanna að tveir lögregluþjónar stóðu við innganginn og gáfu hónor og við heilsuðum á móti. Þetta voru þá vaxmyndir og okkur þótti mikið til þess koma hvað þær voru eðli- legar og engin leið að sjá að þetta væru styttur. Svo kom að því að gúanódrullunni væri skipað á land og við gátum leyst landfestar og siglt áleiðis heim. Allt gekk vel þar til við vorum komnir upp undir Vestmannaeyjar en þá bilaði dallurinn og var dreginn til hafnar. Þannig lauk þessu ævintýri. Við fengum engin laun enda varð útgerðin gjaldþrota. Það voru svo margir fyrirhyggjulausir útgerðarmenn sem ætluðu að sökkva upp í stóru aus- unni og verða ríkir. Þeir sendu þessa 100 tonna punga til Englands upp á von og óvon. Stríðsáraminning Magnús Aðalbjörnsson ræðir við Svan Ingólfsson sjómann Þýsku kafbátarnir voru mikil ógn sjómönnum. Bresk herskip höfðu lengi drottnað á heimshöfunum en um tíma leit samt út fyrir að þýsku kafbátarnir myndu hafa betur í orrustunni um Atlantshaf. 1 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.