Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2009, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2009, Qupperneq 42
 – Sjómannablaðið Víkingur álinn til niðurrifs. Þegar þetta er skrifað er Clemenceau komin til Hartlepool í Englandi og búast allir við því að loksins ljúki sögu þessa skips. Staðið í stafni Eitt frægasta atriði myndarinnar Titanic er án vafa þegar Kate Winslet og Leonardo di Caprio standa í stafni skipsins, hamingjusöm á leið til fyrirheitna landsins. Það hafa margir túlkað þetta atriðið bæði í gamni sem alvöru en nú hefur Frakkinn Jacques Dworczak freistað þess að auðgast á þeim möguleika að áhugasamir vilji leika atriði þeirra Winslet og di Caprio eftir. Það er nokkur ár liðin síðan skemmtiferðaskipinu Blue Lady var siglt upp í fjöru á Indlandi til þess að mæta örlögum sínum hjá brotajárnskaupmanninum. Blue Lady hét áður Norway og þar áður France. Sem slík var hún stolt franska kaupskipa- flotans og sala skipsins frá Frakklandi árið 197 olli miklum mótmælum þar í landi. Jacques sá sér nú leik á borði og heimsótti brotajárnskaup- manninn og samdi við hann um kaup á einu og öðru úr skip- inu sem hann hugðist selja í sínu heimalandi. Meðal þess sem hann náði eignarhaldi á var blástefni skipsins og í byrjun febrú- ar var því komið fyrir á Champs Elysées til að freista væntan- legra kaupenda en vonast var til að allt að 80 – 100 þúsund evrur fengist fyrir gripinn. Og viti menn, enn virðast vera til efnaðir einstaklingar þar sem þessi ,5 metra stefnishluti, sem vegur um  tonn, var seldur á 7 þúsund evrur. Það var Frakki frá Normandy sem eignaðist stefnið og getur hann nú staðið í stafni allan sólarhringinn. Þar fór eitt í viðbót Stýrimaðurinn á flutningaskipinu Mirabelle, sem strandaði í Harðangursfirðinum um miðjan janúar sl., er ekki fyrsti stýri- maðurinn sem sofnar á vaktinni. Þver á móti virðist það færast í vöxt að menn séu svo þreyttir, siglandi um sker og grunnsævi, að þeir ná ekki að halda sér vakandi með tilheyrandi tjóni. Stýrimaðurinn á Mirabelle hefur eflaust ekki búist við að draumurinn endaði með því að skipið sykki að hluta. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem þetta skip kemst í heimspress- una sökum óhappa en árið 006 sigldi skipið undir Stóra- beltisbrúna með þeim afleiðingum að tveir kranar og stjórnpall tók af skipinu. Vakthafandi stýrimaður í því tilfelli lét lífið en hann hafði innbyrt mikið magn af áfengi áður en skipið kom að brúnni. Eftir strandið var skipið dæmt ónýtt en nýjustu fréttir herma að einhverjir hefðu áhuga á að kaupa flakið og gera við það þannig að unnt verði að sigla því áfram um heimshöfin. Ef svo reynist skulum við vona að gæfan fari að gera vart við sig um borð en hana hafði skipið alla vega meðan það sigldi um strendur Íslands sem Mánafoss, leiguskip Eimskipa hér áður fyrr á árum. Nýtt veiðieftirlitsskip Nú eru Danir brátt að fá nýtt fiskveiðieftirlitsskip en árið 007 var samið við spænska skipasmíðastöð, Asitlleros M. Cies í Vígo, um smíði á skipinu sem boðið var út á evrópska efna- hagssvæðinu. Um er að ræða 68 metra langt skip sem á að ganga 18 hnúta. Kemur það til með að leysa af hólmi eldra skip sem smíðað var árið 1968. Margar spænskar skipa- smíðastöðvar hafa átt í miklum erfiðleikum með að standa við gerða smíðasamninga hvað afhendingatíma varðar en miklar vonir eru bundnar við að skipið verði þó afhent á réttum tíma í júní n.k. Sitt sýnist hverjum um fegurð skipsins en ég læt ykkur um að dæma þar um. Mirabelle hálfsokkin í Harðangursfirði. Stefnið á gamla France gerði eigandann nokkuð ríkan.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.