Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Page 7

Ferðir - 01.03.1940, Page 7
Ferðir] 5. blaðsíða Að lokum ofurlítið kvæði, við getum kallað það ÞEISTAREYKJASONNETTU. Ort sunnan í Stórahversmó, á leið frá Þeistareykjum, á þriðja í Hvítasunnu, 30. maí 1939. Titrar í lofti tíbrá yfir heiðum, teygja sig fjöll til himinblárra ranna og lýsa skært í litum hvítra fanna, lífþrunginn blærinn strýkur móabreiðum. í suðri hitinn silkiskýjum hreykir, sólstafir ljóma yfir hraunasprungum, hillingar lyfta dyngju breiðum bungum, brosa í austri grænir Þeistareykir. Landið er allt í sumar vafið sól, Sál mína ég baða í ljóssins mjúku öldum. Ekkert er betra en gönguferð um fjöll. Blasa við grundir klæddar gróðurkjól, kraumandi hverir veifa reykjaföldum. Hér ætti að reisa helgidómnum höll. Ólafur Jónsson.

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.