Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 19
menntaðra manna er að komast í embætti — það er svo skammarlegt að eiga „sál sem ekki rúmast í neinni stöðu“: næstum eins og að vera náttúrulaus eða ónýtur. Til þess að komast í embætti ríður á að hafa hægt um sig, forðast að „leggja stórhuga dóminn á feðranna verk“, því feðurnir hafa völdin: veita embættin. Og embættið fæst: árslaun 50 þúsund. Þá er það innbú: mublur, ísskápur, hrærivél og allt þetta sem gengur fyrir rafmagni. Það er svo dýrt, að launin hrökkva ekki. Aukastarf: viðbótarlaun 30 þúsund. Hættur að hafa tíma til að lesa, fara í leikhús etc. Og svo er það húsið: til að standa nágrannanum á sporði. Fleiri aukastörf, ef auðið er, eða koma konunni í launað starf. En þegar húsið er risið af grunni, mublurnar og allt þetta sem snýst komið inn í það, kemur á daginn að eigandinn „gleymdi einhverju niðri“; það sem hefði átt að verða sál hússins er glatað: húseigendurnir orðnir gráir og gaml- ir og nenna einskis að njóta — eins og óláns- söm piparmey, sem kynnist ekki elskhuga sín- um, fyrr en hún er orðin of gömpl til að geta elskað. Einnig í hópi þessara intellektúellu eru til undantekningar: abstraktmálarar sem hirða ekkert um það, þótt þeir selji enga einustu mynd í heilan áratug, aðeins ef þeir komast hjá að bregðast því bezta í sjálfum sér — atóm- skáld sem skeyta hvorki um óvinsældir né að- kast, en halda ótrauð áfram að auðga Ijóðbók- menntir okkar sem bezt þau mega — hámennt- aðir fræðimenn sem láta það ekki á sig fá, þótt þeir séu sniðgengnir vegna stjórnmálaskoðana. Þessir menn eru okkar eina von -—- aðeins vegna þess að þeir eru til, er lifandi á þessu hospítali fyrir karríersjúklinga. — Arkitektar eru sú stétt manna, sem meira gæti gert en nokkur önnur til að þroska fegurðarsmekk al- mennings og opna hug fólks fyrir öðruni listum, vekja hjá því ómótstæðilega þörf fyrir að lifa auðugu andlegu lífi. En því er svo fariö með flesta arkitekta, að jafnskjótt og þeir koma heim og hefja starf gleyma þeir því, að oröið byggingarZiit sé til og fara að líta á sig sem húsateiknara eingöngu, eins og ungur arkitekt komst að orði í síðasta hefti Birtings. Þeir beygja sig auðmjúkir fyrir duttlungum heimskra peningamanna: útskot hér, segir pen- ingafurstinn, og arkitektinn hlýðir; turn á þessu horni, heimtar bjálfinn, og arkitektinn teiknar turn. Með öðrum orðum: bissness. Af- sökun þeirra er, að þeir geti ekki risið gegn vilja þeirra, sem leggja fram fé til húsbygginga. En þetta er ekkert annað en yfirskin: Ef félag íslenzkra arkitekta kærði sig um að hefja bygg- ingarlistina til meiri vegs, væri því það í lófa lagið. En mörgurn arkitektum þykir gott sem gengur að græða fé, þótt það sé á kostnað bygg- ingarlistarinnar, andlegrar reistar uppyaxandi kynslóöa og virðingar þeirra sjálfra — og virð- ast reyndar mjög fáir íslenzkir arkitektar ósek- ir með öllu í þessum efnum. Afleiðingin er sú, að hver óttast annan, og enginn þorir neitt að segja: þessi stétt, sem gæti veriö ein sú þarfasta í landinu, er á góðri leið með að verða samá- byrgðarfélag múlbundinna fúskara. Þetta kom glöggt í ljós á umræðufundi, sem Stúdentafélag Smávörur alls konar Nærfatnaður Vinnufatnaður Sokkar alls konar Smábarnafatnaður í miklu úrvali Verzlun Halldórs Eyþórssonar Laugavegi 126 . Sími 1656 BIRTINGUR 55

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.