Birtingur - 01.09.1954, Qupperneq 20

Birtingur - 01.09.1954, Qupperneq 20
Reykjavíkur boðaði til sunnudaginn 4. þ. m. um opinberar byggingar í Reykjavík og skipu- lag bæjarins. Að vísu var það klaufaskapur fundarboðenda að bjóða ekki öllum íslenzkum arkitektum á fundinn sérstaklega og með næg- um fyrirvara, eða fá að minnsta kosti einhvern arkitekt til að halda framsöguræðu auk Þórs Sandholts, skipulagsstjóra. En öllum arkitekt- um var heimilt að sækja fundinn og taka þar til máls. Enginn þeirra bað um orðið nema Sig- urður Guðmundsson, er sagði fáein orð af ýtr- ustu varfærni. Vera má að þeim hafi ekki legið neitt á hjarta, en hitt ætla ég sönnu nær, að þeir hafi ekki þorað að segja neitt. íslenzkir arki- tektar virðast yfirleitt vera hræddir við allt annaö en það, sem þeir hafa þó mesta ástæðu til að óttast: áfellisdóm framtíðarinnar yfir verkum þeirra og virðingarskorti fyrir starfi HVER STYR Fé því sem veitt er á fjárlögum ársins 1954 til styrktar skáldum, rithöfundum og listamönn- um hefur nýlega verið úthlutað. Úthlutun fjár- ins annaöist nefnd, er þrír þingflokkanna kusu pólitískri kosningu, og eru nefndarmenn þess- ir: Helgi Sæmundsson (Alþýðufl.), Þorkell Jó- hannesson (Frams.fl.) og Þorsteinn Þorsteins- son (Sj álfst.fl.). Þessar svokölluðu styrkveitingar ríkisins til íslenzkra listamanna hafa lengi verið og eru enn með þeim endemum, að öllum er til hábor- innar skammar: alþingi, þjóðinni, úthlutunar- nefnd og listamönnum. Á síöastliðnu ári var 608 þúsund krónum úthlutaÖ til eitt hundrað og þriggja listamanna, og báðar tölurnar eru því sem næst óbreyttar í ár. Ég hafði lengi haft grun um, að íslenzkir listamenn stæðu ekki í alveg eins mikilli þakk- arskuld við ríkið fyrir þessa umbun og stundum er látið í veðri vaka á alþingi, og fór því að glugga í Skattskrá Reykjavíkur þetta sama ár — 1953. Þegar ég var búinn að slá upp nöjnum sínu. — Ég hef orðið nokkuð langorður um hinn tilfinnanlega skort á heilbrigðri menning- argagnrýni hér á landi og ekki komizt hjá því að verða nokkuö tannhvass. En því miður ger- ir það ekkert til: Allur þorri þeirra, sem skeyt- uin hefur verið beint að, er svo brynjaður ó- skammfeilinni sjálfumgleöi, að þeir kippa sér ekki upp við smámuni. Og þótt við syngjum einstöku sinnum ennþá: „Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,“ á ég enga von á því, að ungum mönnum hlaupi kapp í kinn og aukist svo áræði á næstunni, að djarflegar umræður um bókmenntir, listir og menningarmál fari að setja svip sinn á hin andlausu blöð okkar og tímarit. En ef einhverjum skyldi liggja eitthvað sem máli skiptir á hjarta, þá er Birtingur opinn og öldungis óhræddur að veita því viðtöku. Gjörið svo vel! KIR HV'ERN? 57 listamanna var ég kominn upp í 610 þúsund krónur, er þeim hajði verið gert að greiða í skalt og útsvar það árið. Er sérstök þörf að minnast þess, að mikið af þessum opinberu gjöldum er lagt á tekjur, sem listamennirnir hafa aflaö sér við alls konar störf önnur en listir, til þess að geta sinnt kalli sínu. Með öðr- um orðum: / marz úthlutar ríldð 608 þúsund- um króna til eitt hundrað og þriggja lista- manna og kallar það styrk — í maí sœkir ríkið og Reykjavíkurbœr 610 þúsund krónur í vasa 57 listamanna: fé sem Brynjólfur Jóhannesson hefur að miklu leyti innunnið sér hjá Útvegs- bankanum, Halldór Stefánsson hjá Landsbank- anum, Snorri Hjartarson hjá Bæjarbókasafn- inu o. s. frv. Er ósanngjarnt að spyrja, hver styrki hvern ? Oröugt er að gerá sér grein fyrir eftir hvaða meginreglum er fariÖ við endurgreiðslu þess- ara 600 þúsund króna af árlegum styrk ís- lenzkra listamanna til ríkis og bæja. í auglýs- ingu úthlutunarnefndar er talað um fé til styrkt- 56 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.