Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.09.1954, Blaðsíða 21
ar skáldum, rithöfundum og listamönnum. Við veitingu styrkj a virðist eðlilegt, að tillit sé tek- ið til tvenns: verðleika og þarfa eða verðleika eingöngu. Hver maður sér í hendi sér, að eins og nefnd þessi er skipuð, hefur hún í mörgum tilfellum litla möguleika til að dæma um verð- leika listamanna, í nær öllum tilfellum enga möguleika til að dæma um þarfir þeirra. Hið síðara er augljóst af því, að umsóknum fylgja engar upplýsingar um hagi umsækjenda, og nefndinni er því algjörlega ókunnugt um þörf þeirra fyrir styrk. Jafnljóst er, að fénu er í fjöl- mörgum tilfellum ekki úthlutað eftir verðleik- um: Ég þykist þess fullviss, að engum nefndar- manna detti í hug að telja sig hafa meira en leikmannsvit á músík, myndlist eða leiklist. Þeim er því með öllu ógerlegt að kveða réttlát- lega á um verðleika listámanna í þessum grein- um, og þar sem nefndinni er einnig ókunnugt um hagi þeirra, hlýtur ákvörðun hennar um fjárveitingar til tónlistarmanna, leikara og myndlistarmanna að vera gerð að mestu leyti af handahófi. Auðvitað er engum láandi, þótt hann sé ekki dómbær á allar greinir lista. Hitt er forkastanlegur loddaraháttur að laka að sér gæðamat á listum, sem menn vita sjálfir að þeir bera lítið sem ekkert skyn á. Þremenningarnir hafa allir verið kjörnir í úthlutunarnefnd af eftirtöldum meginástæðum: 1. Þeir fylgja að málum þeim pólitísku flokkum, er ráða vali nefndarmanna á þingi. 2. Þeir hafa viljað taka slarfið að sér. 3. Þeir eru taldir hafa „vit á bók- menntum“. — Fyrsta atriðið verður varla tal- inn neinn kostur, sízt þegar þess er gætt, að fjöldinn allur af listamönnum er í pólitískri andstöðu við alla þessa menn. Annað atriðið er beinlínis ljóður á ráði nefndarmanna, þar eð þeir vita fyrirfram, að þeir eru ekki dómbærir um þrjár höfuðlistgreinir af fjórum. Um þriðja atriðið er það að segja, að svokallað „vit á bók- menntum“ er engan veginn nægilegt til að geta dæmt réttlátlega milli skálda og rithöfunda, þótt menn væru allir af vilja gerðir. Það er al- kunna, að tveir menn með gott „vit á bók- menntum“ geta haft og hafa alla jafna gjörólík- ----------------------------------------- BIRTINGUR Rit um bókmenntir og listir. Kemur út mánaðarlega. Ritstjóri: Einar Bragi SigurSsson. Utanáskrift: Birtingur, Þingholtsstræti 27, Reykjavík. Verð: kr. 60 árg., í lausasölu kr. 6. Áskriftarsímar 5055 og 6844. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H*F V---------------------------------------) an bókmenntasmeM. Þess vegna er með öllu ó- viðunandi, að bókmenntasmekkur einhverra þremenninga — hverjir sem þeir væru — skuli hljóta eins konar þinglega löggildingu ár eftir ár og ákvörðunarvald um afkomu skálda og rit- höfunda. Eitt hið svívirðilegasta við núverandi fyrir- kontulag þessara mála er öryggisleysið, sem listamennirnir eiga við að búa: í ár er þeim veitt þetta, að ári hitt, þriðja árið ekki neitt — og eru vegir úthlutunarnefndar tíðum harla tor- rannsakanlegir. Ollum er í fersku minni aðförin að Jóhannesi úr Kötlum í fyrra. Jóhannes hafði verið í flokki þeirra listamanna, er hlutu 15 þúsund krónur. Skyndilega vo.ru tveir fimmtu hlutar styrksins teknir af honum. Yar þó ekki vitað, að hann hefði annað til saka unnið en gefa út á árinu nýja ljóðabók, sem hefur ekki svo vitað sé verið talin verri né betri en fyrri bækur hans ýmsar. Enn hefur Jóhannes gefið út nýja ljóðabók í ár, og aftur er honum hegnt með því að klípa sex þúsund krónur af styrk hans eins og í fyrra. Svona framkoma er ákaf- lega lítilmótleg og þeim mun rótarlegri sem í hlut á bláfátækt skáld á fullorðins aldri, sístarf- andi og löngu búið að ljúka verki, er margir myndu telja ærið starf langrar ævi. En þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um gerræði úthlut- unarnefnda fyrr og nú. B I R T I N G U R 57

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.