Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 13
AFMÆLI Aö lokinni hátiöardagskránni hófst mikil skrautsýning; götuleik- hús Leikfélags Hornafjaröar. Þaö leiddi hátiöargesti eftir Hafnar- braut og niöur aö höfn þar sem skemmtidagskrá hófst. Sameiningin 1994 opnaði ýmsar nýjar dyr og þá sér- staklega við það að Hornafjörður var valið eitt 12 reynslusveitarfélaga í landinu. I tengslum við það átak hefur átt sér stað verulegur flutningur verkefna frá riki til Homafjarðar og má þar nefna að þjónusta í heilbrigð- is- og öldrunarmálum er alfarið rekin af Homafjarðar- bæ, einnig þjónusta við fatlaða. í tengslum við yfirtöku gmnnskólans vom gerðar breytingar á skipulagi skóla- mála á Homafirði og stofnuð Fræðslu- og fjölskyldu- skrifstofa Suðausturlands sem veitir þjónustu í Austur- Skaftafellssýslu og í Djúpavogshreppi í mikilvægum málaflokkum sem snúa að fjölskyldufólki, félags- og fræðslumálum. Þá em uppi áform um eflingu framhaldsmenntunar og í því sambandi eins og á fjölmörgum öðrum sviðum stendur fyrir dyrum aukin samvinna hins nýja sveitar- félags í Austur-Skaftafellssýslu og Djúpavogshrepps. Unnið er að nýju aðalskipulagi fyrir Homafjörð og á það að taka gildi árið 1998. Þá má nefna að Byggða- stofnun vinnur að svæðisbundinni byggðaáætlun fyrir Suðausturland þar sem fram koma áætlanir ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu á þjónustu, samgöngum og fleiri þáttum á komandi ámm. Eitt af því sem einkennir sveitarfélagið er hve fjöl- þætta þjónustu er að fá á staðnum. Þegar litið er til þjón- ustu sveitarfélagsins má nefna litla og notalega sund- laug, tvö íþróttahús, fjóra gmnnskóla sem allir em ein- setnir, framhaldsskóla, þrjá leikskóla, gæsluvöll, öfluga heilbrigðis- og félagsþjónustu með heilsugæslu, heima- þjónustu, sérfræðiþjónustu, mæðra- og ungbamaeftirliti, heilsueflingu og þjónustu við aldraða. Þá eru nokkur söfn á staðnum, göngustígar um skemmtileg svæði í byggð og utan byggðar og svona mætti lengi telja. Af annarri þjónustu á Homafirði má nefna fjölda hár- greiðslustofa, þrjá tannlækna, lögfræðinga, verkfræð- inga, sýslumannsembætti og lögreglu, bankastofnanir, I götuleikhúsinu var litríkur söfnuöur. Trúöar, fólk í ýmsum hlut- verkum, á stultum og svo þessir ungu menn sem spúöu eldi út í loftiö. pósthús, verslanir af öllum toga, viðgerðarverkstæði, bílasölur og vélsmiðjur, veiðarfæragerð, prentsmiðju, sláturhús og kjötvinnslu, áfengisútsölu, intemetþjónustu, gististaði, veitingahús og þar fram eftir götunum. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum geta Homfirð- ingar stoltir boðið fólki að setjast að á staðnum og ekki spillir veðursæld og blómlegt mannlíf fyrir. Því er það sérstakt ánægjuefni að sveitarfélagið skuli hafa verið val- ið til þess að verða heimabyggð þess fólks er nýlega kom til Islands frá stríðshrjáðum ríkjum fyrmrn Júgóslavíu. Enn sem fyrr er sjávarútvegur og fiskvinnsla mikil- vægasta atvinnugreinin á þessu landshomi. Erfið innsigl- ing um Hornafjarðarós hefur alla tíð sett mark sitt á byggðina en með miklum rannsóknum og framkvæmd- um á liðnum ámm hefur tekist að bæta hana vemlega. Vandi er að spá um framtíðina en byggð á Homafirði byggir á hagstæðum náttúmskilyrðum til sjávar og sveita og skapandi einstaklingum og ef hvor tveggja fá að njóta sín er framtíð byggðarinnar björt. Afmælisins minnst Þriggja manna afmælisnefnd annaðist undirbúning og skipulagningu afmælishaldsins. Hana skipuðu Halldóra B. Jónsdóttir, Hermann Stefánsson og Gísli Sverrir Amason, sem var formaður. Framkvæmdastjóri nefndar- innar var Haukur H. Þorvaldsson, æskulýðs- og tóm- stundafulltrúi, en auk þess starfaði Eiríkur P. Jömndsson, forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu með nefndinni. Nefndin einsetti sér að efna til einhverra viðburða í hverjum mánuði afmælisársins og gaf út dagskrá með efni eins til tveggja mánaða í senn. Þá var dagskráin kynnt jafnóðum á heimasíðu Homafjarðarbæjar á Inter- netinu. Hátíðarhöldin hófust með veglegri áramóta- brennu og flugeldasýningu á gamlárskvöld og á nýárs- dag var hátíðarmessa í Hafnarkirkju þar sem Sturlaugur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.