Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 59
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Lækkun flugfargjalda í innanlandsflugi varanleg Fundurinn fagnaði þeirri lækkun sem orðið hefur á fargjöldum í flugi innanlands en bendir á að mestu máli skipti þó fyrir íbúa fjórðungsins að um varanlega lækk- un verði að ræða. Grundvöllur áætlanaferöa sérleyfisbíla treystur Aðalfundurinn beindi því til þingmanna Austurlands og samgönguráðherra að tryggja grundvöll áætlanaferða með sérleyfisbílum innan fjórðungsins, svo sem milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur og Djúpavogs og Homa- fjarðar. Stjórn SSA í aðalstjórn SSA til eins árs voru kosin Broddi B. Bjamason, bæjarfulltrúi í Egilsstaðabæ, Ólafur Sigmars- son, hreppsnefndarfulltrúi í Vopnafjarðarhreppi, Davíð Ó. Gunnarsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Fellahreppi, bæjarfulltrúarnir Steinunn L. Aðalsteinsdóttir í Nes- kaupstað og Asbjöm Guðjónsson á Eskifirði, sveitar- stjóramir Albert Ó. Geirsson í Stöðvarhreppi og Rúnar Björgvinsson í Breiðdalshreppi og Sigurbjörn Jóhann Karlsson, Smyrlabjörgum II, oddviti Borgarhafnar- hrepps. Þá voru á fundinum kosnir tveir skoðunarmenn árs- reikninga, fjórir fulltrúar í stjóm Safnastofnunar Austur- lands, fimm fulltrúar í orku- og stóriðjunefnd SSA, átta fulltrúar í samgöngunefnd, fjórir fulltrúar á samráðsfund Landsvirkjunar, einn fulltrúi í stjóm Ferðamálasamtaka Austurlands og loks einn í rekstrarstjóm Heilbrigðiseftir- lits Austurlands. Fundarstjórar á aðalfundinum vom Albert Kemp, odd- viti Búðahrepps, og Magnús Stefánsson, varaoddviti Búðahrepps, og fundarritarar Láms Sigurðsson, oddviti Breiðdalshrepps, Katrín Asgrímsdóttir, hreppsnefndar- fulltrúi í Vallahreppi, og Guðlaugur Sæbjömsson, sveit- arstjóri Fellahrepps. Næsti aöalfundur á Djúpavogi Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, bauð til næsta aðalfundar SSA á Djúpavogi og verður hann haldinn dagana 3. og 4. september. Nýtt merki Austurlands Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi (SSA) og Atvinnu- þróunarfélag Austurlands kynntu nýtt merki fyrir Austurland á fundi með fréttamönnum í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum 6. febrúar sl. Broddi B. Bjarnason, formaður SSA, setti fundinn, en Rúnar Björg- vinsson, sveitarstjóri Breiðdals- hrepps, formaður dómnefndar, skýrði frá niðurstöðum samkeppni sem haldin hafði verið um besta merkið en tuttugu tillögur höfðu borist frá tólf höfundum. Niðurstaða dómnefndar var sú að velja merki sem Eiríkur Brynjólfs- son, Vínlandi á Egilsstöðum, reynd- ist höfundur að. í umsögn sinni taldi dómnefndin merkið vera nútímalegt og stílhreint og höfðaði það til einkenna Austur- lands. Dómnefnd höfðaði í þeim efnum til greinargerðar höfundar merkisins svohljóðandi: „Form merkisins er annars vegar Hiö nýja merkl Austurlands. bókstafurinn A, fyrsti stafurinn í nafni fjórðungsins, og hins vegar stílfært fjall til að undirstrika fjöllótt landslag sem eitt af séreinkennum hans. Með græna litnum á fjallinu er lögð áhersla á græna ímynd fjórð- ungsins, grósku hans og ágæta land- búnaðarkosti. Hann minnir einnig á að Austurland var í upphafi land- náms skógi vaxið milli fjalls og fjöru og að nú, mörgum öldum síð- ar, hafa Austfirðingar tekið forystu í að nýta skipulega þá möguleika, sem ræktun nytjaskóga býður upp á. Blái baugurinn umhverfis fjall- ið/bókstafmn táknar ytri mörk fjórð- ungsins og undirstrikar vilja manna þar til að auka samvinnu, stuðla að sameiningu og samheldni íbúanna út á við. Jafnframt má benda á, að í bláa litnum er ákveðið flæði, sem minnir annars vegar á hafið og auð- lindir þess, sem treysta búsetu á Austurlandi og hins vegar á fall- vötnin og orku þeirra, sem getur - sé hún nýtt á skynsamlegan hátt - haft mikið að segja um atvinnuupp- byggingu í fjórðungnum á komandi tímum.“ Dómnefnd samkeppninnar skip- uðu auk Rúnars Gunnhildur Ingv- arsdóttir á Egilsstöðum og Bryndís Snjólfsdóttir á Borgarfirði eystra. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.