Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 4
4 HÚN VETNIN GUR Eftir aðalfund K. H. 1943 Það mun þykja ástæða til, að greina frá ýmsu, sem á daga Kaupfélags Hún- vetninga hefir drifið eftir aðalfundinn, en fundargerð þess fundar hefir verið fjöl- rituð og send heim i deildirnar til kynn- ingar. Aukafulltrúafundur var boðaður og haldinn fyrir sláttinn til að ráða kaupfé- lagsstjóra fyrir félagið þar sem samkomu- lag hafði orðið um að fyrrv. kaupfél.stj. P. Theódórs léti af störfum. Fundur- inn réð Jón S. Baldurs sem kaupfélags- stjóra og fól stjórninni að gera við hann starfssamning. Starfið hafði ekki verið auglýst til umsóknar og þar sem nokkurt umtal hefir orðið um þá málsmeðferð, fylgir hér: Skýrsla formanns Kaupfélags Húnvetninga á aukafulltrúafundi 4. júlí 1943. „Á síðasta aðalfundi kaupfélagsins var kaupfélagsstjóranum, hr. Pétri Theódórs, sagt upp frá næstu áramótum að telja. Engan ályktanir og ég held engar umræð- ur fóru fram úm það á fundinum, hvernig ráðning manns í hans stað skyldi hagaö. Stjórnin hafði því engar leiðbeiningar eða fyrirsagnir frá aðalfundi um, hvernig vali framkvæmdarstjórnans skyldi fyrir kom- ið, en það virtist augljós vanræksla af stjórnarinnar hendi, að gera ekki þegar ráöstafanir til þess að framkvæmdarstjóri gæti orðið löglega ráðinn og það sem fyrst. Þar sem allar líkur voru til, að þeir fulltrúar, serú sátu síðasta aðalfund, réðu vali framkvæmdarstjórans, þá hlaut það að vera skylda stjórnarinnar að gera þær ráðstafanir í þessu máli, sem talizt gætu í beztu samræmi við vilja fulltrúanna, því ekki var viðeigandi að gera ráð fyrir, að þeir breyttu um skoðun. Á aðalfundinum skiptust menn þannig í sveitir út af vali framkvæmdarstjóra að 13 fulltrúar voru fylgjandi því, að núver- andi framkvæmdarstjóri okkar sæti áfram, en 2 fulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsl- ur, aftur á móti voru 20 fulltrúar með því að segja framkvæmdastjóranum upp starfi. Þar sem við Páll Geirmundsson stjórnar- nefndarmaður vorum í hópi þessara 20 fulltrúa, var okkur kunnur vilji þeirra allra og var hann sá, að Jón S. Baldurs fyrverandi starfsmaður kaupfélagsins yrði ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Allir þessir menn fóru þess skriflega á leit við Jón S. Baldurs að hann tæki að sér fram- kvæmdastjórastarfið að undanskildum sr. Gunnari Árnasyni ,sem þó hefir lýst því yfir að hann vilji Jón S. Baldurs sem fram- kvæmdastjóra. Það lá því fyrir, að þeir fulltrúar, sem stóðu að uppsögn fram- kvæmdastjórans P. Theódórs, voru ákveðn- ir í því, að ráða Jón S. Baldurs sem framkvæmdastjóra kaupfélagsins. Hins vegar var vitað, að þeir 13 fulltrúar, sem voru á móti uppsögninni, höfðu ekki í huga, að fá annan framkvæmdastjóra, heldur vildu eindregið, að núverandi fram- kvæmdastjóri starfaði áfram. Afstöðu þeirra tveggja, sem ekki greiddu atkvæði vitum við ekki, þar sem þeir hafa ekki gefið skýringu á afstöðu sinni til þessa máls. Þetta mál liggur þá þannig fyrir, að 33 fulltrúar af 35 voru búnir að binda fylgi sitt við ákveöinn mann sem framkvæmda- stjóra félagsins, virtist það því algerlega óviðeigandi að auglýsa stöðuna til um- sóknar, ef Jón S. Baldurs fulltrúi gæfi kost á sér sem framkvæmdastjóra og sækti um stöðuna.

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.