Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 8
8 HÚNVETNINGUR 1 Framííðavmál Rafmagnsmál. Kaupfélagð hefir gefið 20 þús. kr. í Rafveitusjóð á síðasta ári og væntanlega eykst þessi sjóður um ca. 30 þús. kr. nú á þessu ári fyrir atbeina kaupfélagsins. í Fremri-Laxá milli Svínavtans og Lax- árvatns mun hægt að fá um 1300 hest- afla stöð. Framleiðslu rafmagns í Blöndu- ósstöðinni væri hægt að auka um helm- ing með því að fá hentugri vélar. Hvað á að gera í þessum málum, sem frá margra sjónarmiði eru nú mál málanna? Kjötviniisla. Undanfarin ár hefir verið erfitt að selja lakari kjöttegundir fyrir sæmilegt verð, svo sem ærkjöt, kýrkjöt og rírt lambakjöt. Stjórn K. H. hefir tekið þessi mál til íhug- unar og gert ráðstafanir til að reyna pylsugerð og kaupa lítil kjötvinnslutæki. Þetta er náttúrlega engin alger lausn á þessu vanda, en þó gæti svo farið, að þessi ráðstöfun yrði til nokkurra bóta, að minnsta kosti hefir víða hér á landi kom- ið fram aukinn áhugi fyrir slíkum matar- tilbúningi á félagslegum grundvelli. Þetta væri minnsta kosti þróun í matarmenn- ingu okkar og léttir fyrir húsmæðurnar, — en lítið, gott reykhús þyrfti að fylgja. Úr skýrslu enskrar skipulags- nefndar um landbúnaðarmál. Varðveizla fegurðar og yndisleika. „Við skoðum sveitirnar, „the country- side“, sem arfleifð allrar þjóðarinn- ar, ennfremur lítum við svo á, að allir borgarar þessa lands séu verðir þessarar arfleifðar, og að það sé skylda þeirra að varðveita hana og hæfileikann til að njóta hennar. Fegurð Bretlands er að verulegu leyti gerð af manna völdum. Ef akrar og rækt- arlönd væru látin afskiptalaus, þá breytt- ust þau fljótt í ry-tjulegt skóglendi með mýradrögum og fenjum. Það ræður svip- móti brezkra sveita nú á dögum, að landið hefir verið notað — þ. e. a. s., á því hefir verið búið. Sveitirnar er ekki hægt að „geyma“ (þótt geyma megi þeirra sérstaka gildi fyrir þjóðina), heldur verður að búa í sveitunum, til þess að þær haldi sínum sérkennilegum einkennum og fegurð. Af þessum ástæðum má ekki líta á bónd- ann eða skógræktarmanninn einfaldlega sem fulltrúa sinnar atvinnugreinar á sama hátt og skoða má þá, sem vinna að öðr- um atvinnugreinum, fulltrúa fyrir sína at- vinnugrein. Auk þess sem bóndinn og skógræktarmaðurinn framleiða fæðu og timbur úr skauti landsins, eru þeir höf- undar landsins, eins og það blasir við aug- um allrar þjóðarinnar. Þetta teljum við höfuð hlutverk bóndans. Jafnvel þótt enginn fjárhagslegur grund- völlur væri til þess að reka landbúnað, svo að hann bæri sig, er það samt ódýrasta og í raun og veru eina leiðin til að varð- veita hinn sögulega aðalssvip landsins.“ * „Við erum þess fullvissir að við þá hættu, sem sveitunum og landbúnaðinum stafar verður ekki ráðið nema kjör sveitafólks- ins verði bætt að miklum mun frá því sem nú er og gerð sambærileg við kjör borgarbúa.“ PRENT3MIÐJAN EDDA H.F.

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.