SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 22

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 22
SÍBS BLAÐIÐ 2015/222 grein Horlings9 er talið að minnkaður vöðva- styrkur sé mikilvægur áhættuþáttur fyrir dettni og að draga megi úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk. Tengsl virðast því vera milli jafn- vægis og vöðvastyrks og því mikilvægt að huga að styrktarþjálfun fyrir neðri útlimi til að bæta jafnvægi. Árangursríkast er þó að huga að öllum þáttum hreyfingar og æfa styrk, þol, jafnvægi og liðleika, sem alltaf má bæta með þjálfun. Heimildaskrá 1. Tjon A Hen S, V. P. (2000). Postural control in rheumatoid arthritis patients shedueled for total knee arthroscopy. Arch Phys Med Rehabil, 81:1489-1493. 2. Hurvitz E, R. J. (2000). Unipedal stance testing as an indicator of falls among older outpatients. Arch Phys Med Rehabil, 70:319-325. 3. Richardson J, H. E. (1995). Peripheral neuropathy: A true risk faktor for falls. J Gerontol A Biol Sci Med Sci, 50:M211-215. 4. Springer BA, M. R. (2007). Normative values for the unipedal Stance Test with eyes open and closed. J Geriatr Phys Ther. 2007;30(1), 30(1)8-15. 5. Bohannon R. (2006). Single limb stance time. A descriptive meta-analysis of data from individuals at least 60 years of age. Topics in Geriatric Rehabil, 22:70-77. 6. Vellas B, W. S. (1997). One-leg balance is an important predictor of injurious falls in older persons. J Am Geriatr Soc, 45:735-738. 7. Iverson B, G. M. (1990). Balance performance, force production and activity levels in noninstitutionalized men 60-90 years of age. Phys Ther, 70:348-355. 8. Hirsch MA, T. T. (2003 Aug;84(8)). The effects of balance training and high-intensity resistance training on persons with idiopathic Parkinson’s disease. Arch Phys Med Rehabil., 1109-17. 9. Horlings CG, v. E. (2008 Sep). A weak balance: the contribution of muscle weakness to postural instability and falls. Nat Clin Pract Neurol, 4(9):504-15. Jafnvægispróf Hægt er að mæla hversu gott jafnvægi einstaklingar eru með á nokkuð einfaldan hátt. Ýmis próf eru til og eitt af þeim er „strútsprófið“ (unipedal stance test, UPST). Margar rannsóknir hafa sýnt tengsl milli aukinnar hættu á dettni og lakari tíma á þessu prófi2-3. UPST er gott mælitæki til að meta jafnvægi á öðrum fæti, þar sem það kemur við sögu í göngu, að snúa sér við, ganga stiga og að klæða sig. Þá er bæði hægt að nota það sem skimunartæki, til að kanna hvort eitthvað sé að jafnvæginu og sem útkomumælingu í endurhæfingu. Við framkvæmd prófsins er gott að hafa eitt- hvað nálægt sér, til að styðja sig við. Staðið er á öðrum fæti, án stuðnings, með hendur á mjöðmum. Tíminn er tekinn frá því öðrum fætinum er lyft frá gólfi, með því að beygja hné og mjöðm, og þar til fóturinn snertir gólf aftur eða að hendur sleppi mjöðm. Fætur mega ekki snertast í tímatökunni. Tíminn er tekinn með augun opin og prófið svo endur- tekið með augun lokuð. Tíminn sem þú getur haldið stöðunni samræmist getu þinni í aldri. Aldursflokkar Opin augu Lokuð augu 18-39 ára 44.7 15.2 40-49 ára 41.9 12.7 50-59 ára 41.2 8.3 60-69 ára 32.1 4.4 70-79 ára 21.5 3.1 80-99 ára 9.4 1.9 Taflan sýnir meðaltal beggja kynja í sek- úndum á besta tíma af þremur mælingum á UPST prófi í rannsókn Springer og félaga4, en enginn marktækur munur var á frammistöðu karla og kvenna í prófinu. Rannsóknir sýna að eftir því sem aldur hækkar, styttist tíminn sem fólk getur staðið á öðrum fæti5. Einnig er tíminn alltaf marktækt lengri sem fólk nær að standa með opin augu en lokuð. Samkvæmt rannsókn Vellas og félaga6 þá var fólki sem stóð skemur en fimm sekúndur á öðrum fæti í prófinu 2,1 sinnum hættara á að detta og slasast en þeim sem gátu staðið lengur. Talið er að eldri einstaklingar eigi erfiðara með að halda jafnvægi þar sem þeir ná síður að aðlaga líkamsstöðuna að því að standa einungis í annan fótinn. Þá er hugsan- legt að minni vöðvastyrkur og úthald í neðri útlimum sé ástæðan, en jákvætt samband er milli tíma á UPST prófinu og vöðvastyrks í mjöðmavöðvum7. Þannig að þeir sem ná að standa lengur í prófinu eru sterkari. Einnig er til fjöldi annarra jafnvægisprófa sem er gagn- legt að nota, eins og seilingarpróf (functional reach test) og TUG (Timed up and go), sem metur færni og jafnvægi úr kyrrstöðu og á hreyfingu. Samkvæmt rann- sókn var fólki sem stóð skemur en fimm sekúndur á öðrum fæti í jafn- vægisprófinu 2,1 sinnum hættara á að detta og slasast en þeim sem gátu staðið lengur.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.