SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 25

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 25
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 25 er mikilvægt að átta sig á því að hún er í raun ekkert annað en mótstaða sem við verðum fyrir þegar synt er. Þessi mótstaða í vatninu hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hreyfingu í vatninu. Ef tekið er dæmi um mann sem vill synda á sem hagkvæmastan hátt, þ.e. eyða lítilli orku, en vill komast hratt áfram þarf líkami hans að vera eins straumlínulagaður og mögulegt er meðan á sundinu stendur til að minnka mót- stöðu þegar synt er í gegnum vatnið. En vatnið er einnig mjög teygjanlegt og eftirgefanlegt efni og því frekar erfitt að ná taki á því þar sem það hefur tilhneigingu til að vilja sleppa frá okkur sérstaklega þegar við hreyfum okkur hægt í vatninu. Þess vegna er mjög mikilvægt að nota hendur og handleggi á réttan hátt þegar synt er. Hendur þurfa að vera breiðar eins og spaðar og aðeins kúptar, þannig að vatnið haldist inni í lófanum og mikilvægt er að ná fram smá kraftaukningu þegar maður togar sig áfram í því. Til að ná þessu markmiði þarf bæði fram- og upphandleggur að taka þátt í sundtakinu. Styrkur vatnsmótstöðunnar fer eftir ýmsu, þar á meðal stærð hlutar, í þessu tilfelli líkamans, lögun og stefnu hans í vatninu miðað við hreyf- inguna ásamt gerð og stærð yfirborðs vatnsins3. Heilsusamleg hreyfing Eins og áður hefur komið fram er sund allra meina bót. Þetta er ekki bara eitthvert máltæki, heldur verður það til vegna þess að svo margir finna fyrir jákvæðum áhrifum vatnsins þegar þeir synda. Það skiptir ekki miklu máli hvaða sundaðferð við notum vegna þess að í hverri aðferð fyrir sig notum við flesta vöðva líkamans. Sem dæmi þarf að nota að minnsta kosti 2/3 allra líkamsvöðva til þess eins að halda jafnvægi og góðri legu við það að komast áfram bæði á höndum og fótum. Við öndun koma enn aðrir vöðvar inn í hreyfimynstrið og allir þessir vöðvar hjálpa til við að auka brennslu. Fáar aðrar heilsueflandi hreyfingar nýta jafnmarga vöðva eins og sund gerir. Þar að auki er áreiti vegna endurtekins þyngdarálags á liði margfalt minna við sund en t.d. þegar skokkað er. Þess vegna er sund oftast kallað mjúk íþrótt. Eftirfarandi eru nokkrar frábærar ástæður þess hvers vegna svo gott er að synda sem raun ber vitni: • Þar sem sund er mjúk hreyfing er hægt að halda henni við alla ævi án þess að hafa áhyggjur af því að ofreyna liðina. Sem dæmi er keppt í sundi í aldursflokknum 100-104 ára fyrir þá sem vilja taka þátt í garpamótum. • Sundþjálfun (hreyfing á miðlungs hraða eða hraðar) þjálfar hjarta og lungnakerfið umtalsvert. Rannsókn á 12 vikna þjálfun sýndi að hámarks súrefnisupptaka jókst um 10% og slagkraftur hjartans jókst um 18%. Tekið skal fram að þátttakendur voru einstaklingar af báðum kynjum á miðjum aldri, sem hreyfðu sig lítið eða meðalmikið áður en þjálfun hófst. • Sund er hreyfing sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í á sínum eigin forsendum og allir hafa gott og gaman af. • Sund brennir kaloríum! Sýnt hefur verið fram á, að þokkalega gott sund á miðl- ungshraða brennir á milli 500 og 600 kkal. á klukkustund sem er aðeins um 13% minna en skokk og hlaup gerir. Að auki skilur sundið yfirleitt ekki eftir eymsli í lokin7. • Sund stuðlar að réttum líkamsburði og samræmingu milli vöðvahópa. Þar sem við notum svo marga vöðvahópa í einu verður mikilvæg samræmd vöðvavinna og við það fæst betri líkamslega, sem skilar sér með sterkari vöðvum á landi og þar af leiðandi betri líkamsburðar. • Þar sem búið er að sýna fram á að sá sem fer í vatn verður fyrir ótrúlegri andlegri ró er ljóst að sá sem syndir reglulega öðlast ekki einungis líkamlegan styrk heldur einnig andlega slökun til að takast á við hið hraða líf nútímans8. Vatnið okkar Drekktu það - baðaðu þig í því - syntu í því - leiktu þér í því - hreyfðu þig í því - þjálfaðu þig í því - horfðu á það - hlustaðu á það - njóttu þess í hvaða mynd sem þér hentar best og þú munt uppskera innri ró, gleði og betri heilsu sem stuðlar að aukinni lífshamingju! Mundu hins vegar að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut, berðu virðingu fyrir því, haltu því hreinu, mundu að það er náttúrulegt og auðvelt að menga það. Það skiptir ekki miklu máli hvaða sundaðferð við notum vegna þess að í hverri aðferð fyrir sig notum við flesta vöðva líkam- ans.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.