Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Qupperneq 7

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Qupperneq 7
Rauði borðinn Klaustur, framh. af bls. 7: Það var farið seint að sofa og snemma á fætur á sunnudagsmorguninn 8. sept- ember. Finnum, sem höfðu verið hrókar alls fagnaðar á ráðstefnunni, var afhent- ur Nordall-fáninn, þar sem þeir eiga að halda ráðstefnuna að ári. Eg er strax byrjaður að hlakka til enda reyndust Finnarnir einstakir gleðimenn. í rút- unum var dreift ljósritum með niður- stöðum fundar um félagsleg málefni sem haldinn hafði verið í Reykjavík föstudaginn áður. En nú tók við ferða- lag um Suðurlandsundirlendið þar sem komið var við á Skógum, við Gullfoss og Geysi og á Þingvöllum. Það var veisla í farangrinum og bros á vörum og ánægðir voru ferðalangar sem komu til Reykjavíkur beint í kjötsúpu um kvöld- ið. Það er margs að minnast frá þessum sólardögum á Klaustri og margt sem stendur eftir í endurminningunni, kannski helst að maður losnaði kannski við einhverja af eigin fordómum gagn- vart alnæmissmituðum og komst að því að þeir eru til í öllum löndum, af báðum kynjum, hinum mismunandi kyn- hneigðum og í öllum starfsgreinum. Og að hjörtunum svipar saman hvort sem er í Súdan eða Gnmsnesinu. Anægður þátttakandi. Skýrsla framh.: Onnur mál Af öðrum málum er það helsta að segja að nýjar reglur voru settar um styrki vegna sálfræðiaðstoðar, leikfimi og nudds. Hiv-jákvæðir fá nú greidd 70% af 12 tímum á ári í nuddi, leikfimi og sálfræðiaðstoð. Þakkir Björgvin Gíslason formaður tók sér hvíld frá formennsku á árinu en sat áfram í stjóm út starfsárið. Á aðalfundi samtakanna í febrúar 1996 gaf hann ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu í bili. Alnæmissamtökin færa honum bestu þakkir fyrir frábært starf í þágu félagsins og óska honum heilla í framtíðinni. F.h. stjómar: Eggert Sigurðsson, formaður. Sigga Bima Valsdóttir: Fréttir frá Ungmennahreyfingu Rauða kross Islands URKÍ s byrjun mars var haldið námskeið um alnæmi og forvarnir hjá URKÍ (Ungmennahreyfingu Rauða kross Islands). Námskeiðið var haldið í sam- vinnu við Petrínu Ásgeirsdóttur félags- ráðgjafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og það voru 18 manns sem sóttu nám- skeiðið. Við sem sátum námskeiðið vildum svar við þeirri spumingu: „Hvað getum við í URKÍ gert til að hjálpa til í barátt- unni við alnæmi?" Til að fræða bkkur fengum við nokkra fyrirlesara, t.d. lækna frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og aðila úr Alnæmissamtökunum. Síðasta kvöldið á námskeiðinu kom- um við með hugmyndir um hvemig við gætum hjálpað til og sumar hugmynd- imar hafa þegar verið framkvæmdar eða era í vinnslu. Að koma hugmynd í verk I. maí fómm við, fjórar stúlkur, á stúf- ana og þræddum flest kaffihús í miðbæ Reykjavíkur með það sem markmið að vekja athygli fólks á því að alnæmi er ennþá til staðar í þjóðfélaginu. Við sett- um upp stuttan leikþátt sem yfirleitt vakti mikla kátínu meðal kaffihúsagesta. Þeir vissu ekki hvemig þeir áttu að haga sér þegar stúlka í stuttum kjól kom „óvænt“ inn á kaffihúsið, stökk uppá stól og sagði áberandi hátt við vinkonur sínar þrjár: „Ég svaf hjá Mikka..!“ Leikþátturinn hélt svo áfram, álíka ögrandi. með þátttöku hinna þriggja. Eftir leikþáttinn seldum við Rauða borðann með ágætum árangri. II. maí var URKI með bás í Kolaport- inu þar sem ýmis vamingur var til sölu. Allur ágóðinn, um 20 þúsund krónur, rann til Alnæmsissamtakanna. Meira næsta haust I haust þegar skólar taka aftur til starfa ætlum við að standa fyrir og skipuleggja ritgerðarsamkeppni um alnæmi meðal framhaldsskólanema. Okkur finnst þetta góð aðferð til þess að vekja nemendur til umhugsunar og skapa umræður. Að fara í heimsóknir Auk þess að taka þátt í forvörnum stendur til að bjóða alnæmissjúklingum upp á heimsóknarþjónustu, en það starf er unnið í náinni samvinnu við Petrínu og allir sem taka þátt í því eru 25 ára eða eldri. Ánægjulegt starf Við höfum haft mjög gaman af þessu starfi hingað til og vonum að fleiri af okkar hugmyndum geti komið að gagni í baráttunni við alnæmi. F.h. URKÍ Sigga Bima Valsdóttir.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.