Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 11
Rauði borðinn Heimsóknarþjónusta ætluð hiv-jákvæðum einstaklingum Heimsóknarþjónusta ætluð hiv- jákvæðum einstaklingum er skipulögð í samvinnu af Ungmennahreyfingu Rauða kross íslands (URKI) Alnæmissamtak- anna og félagsráðgjafa á göngudeild smitsjúkdóma á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þjálfun heimsóknarvina Haldið var þriggja kvölda fræðslu- námskeið um alnæmi í samvinnu fyrr- nefndra í mars 1996. Þátttakendur voru fimmtán talsins á aldrinum 17-30 ára. Námskeiðið var bæði ætlað þeim sem áhuga hefðu á heimsóknarþjónustu og þeim sem áhuga hefðu á forvamarstarfi. Námskeiðið byggði á fyrirlestrum smit- sjúkdómalæknis, félagsráðgjafa, hiv- jákvæðs einstaklings, aðstandenda og hjúkrunarfræðings. Einnig kynnti for- maður Alnæmissamtakanna starfsemi samtakanna og smitsjúkdómalæknir á vegum Landlæknisembættissins sagði frá forvarnarstarfi. Þátttakendum var skipt í hópa síðasta kvöldið og kynntu þau síðan hugmyndir um samstarfs- grundvöll við Alnæmissamtökin og Landlæknisembættið. Kröfur til heimsóknarvina Að þau séu að minnsta kosti 25 ára og hafi til að bera þroska og hæfni í mann- legum samskiptum, geti verið gefandi og jafnframt sett mörk. Tilgangur heimsóknarþjónustu Að gefa hiv-jákvæðum, sem fáa eiga að eða finna sig einangraða, kost á andlegum og félagslegum stuðningi. Tilhögun heimsóknarþjónustu Þjónustan grundvallast á trúnaðar- skyldum heimsóknarvina gagnvart þeim sem þjónustuna fær. Miðað er við heim- sókn einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Reynslutími er einn mánuður, þar sem hvorum aðila fyrir sig gefst tækifæri á að skoða hvort grundvöllur sé fyrir áfram- haldandi samvinnu. Heimsóknarvinum gefst kostur á mán- aðarlegri ráðgjöf félagsráðgjafa á göngu- deild smitsjúkdóma á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Einnig má leita til Alnæmissamtak- anna hvenær sem þurfa þykir. Tengiliðir Þau sem áhuga hafa á að nýta sér heimsóknarþjónustu eða að gerast heimsóknarvinir geta haft samband við eftirtalda: Konráð, forstöðumann URKI, í síma 552-2230. Petrínu, félagsráðgjafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, í síma 525-1547. Grétu, framkvæmdarstjóra Alnæmis- samtakanna, í síma 552-8586. Upplýsingar Fjármál Alnæmissamtökin reka upplýsingamiðstöð fyrir almenning og athvarf fyrir smitaða og sjúka og aðstand- endur þeirra. Upplýsingar fást á skrifstofu. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 12 -17. Síminn er 522-8586, faxnúmer 552-0582. Netfang Aids@Centrum. is Heimasíða: http: //www.centrum.is/aids/ Alnæmissamtökin hafa engan fastan tekjustofn nema félagsgjöld en hafa notið stuðnings frá Rauða krossi íslands, Öryrkjabandalagi íslands, ríkinu og Reykjavíkur- borg. Einnig hafa félaginu borist frjáls framlög sem skipt hafa sköpum við reksturs þess. Einstaklingar sem eru hiv- smitaðir eða með alnæmi geta sótt um fjárstuðning til félagsins. Styrkir eru ekki veittir til þeirra hluta sem opin- berir aðilar eiga að annast. Fréttabréf Lréttabréf Alnæmissamtakanna á íslandi hefur komið út allt að fjórum sinnum á ári og er dreift til félagsmanna, í skóla, félagsmiðstöðvar, heilsugæslustöðvar og víðar. Núna kemur það út í breyttu broti og fleiri eintökum og verður dreifing meiri í samræmi við það. Minningarguðsþj ónusta Alnæmissamtökin hafa árlega staðið að minningar- guðsþjónustu um þá sem látist hafa úr alnæmi. Er hún haldin síðasta sunnudag í maí og er útvarpað á Rás 1. h

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.