Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Side 16

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Side 16
Frá ritstjóra: Gréta Adolfsdóttir Ég verð að játa það, að ekki hafa verið mikil afköst í útgáfu fréttabréfs Alnæmissamtakanna síðast liðið ár. Síðasta blað kom 1. desember '95. Það stóð til að gefa út blað í vor, en einhvem veginn varð ekkert af því. Þegar ég lít til baka og hugsa um ástæðuna, finnst mér eins og við hjá Alnæmis- samtökunum höfum haldið niðri í okkur andanum frá því í byrjun mars. Ástæðan fyrir því eru ný tilraunalyf gegn alnæmi sem komu til landsins um það leyti, og spenningur hjá öllum, smituðum og ósmituðum um hver árangurinn yrði af þessari lyfjameðferð. Ekki hafa verið gefnar út neinar tölfræðilegar upplýsingar af hálfu Landlæknisembættisins um árangur meðferðarinnar, en það er okkur ljóst að lyftn virka á marga, en því miður geta ekki allir smitaðir tekið þau og eru ýmsar ástæður fyrir því. Þessi lyf eru því miklar gleðifréttir fyrir marga smitaða og þá sem þeim eru tengdir, en kannski enn meiri vonbrigði fyrir aðra. En eitt er það sem er okkur ljóst og verður aldrei lögð of mikil áhersla á og það er að lækning við alnæmi er ekki fundin. Ekki er heldur vitað hver langtímaverkun þessara lyfja er. Því má ekki slaka á í fræðslu og for- varnarstarfi gegn alnæmi. Alnæmi er ekki út úr myndinni, því miður. Á forsíðu síðasta fréttabréfs voru slagorð frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO: Sameiginlegur rétt- ur, sameiginleg ábyrgð. í ár er slagorðið: Ein veröld, ein von. Þessi orð vil ég skilja þannig að allir jarðarbúar eru ein fjölskylda og eiga að standa saman í að koma í veg fyrir alnæmissmit með þeim ráðum sem til eru.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.