Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 14
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi málum. Ef deildin fær upplýsingar um að hiv-jákvæður einstaklingur hafi verið óábyrgur í kynlífi eða hafi deilt spraut- um með öðrum er viðkomandi boðaður í viðtal og rætt er við hann og ef hann heldur uppteknum hætti er mál hans sent til aðila sem geta úrskurðað hann í vist á „Gula villan,“ stofnun nálægt Stokk- hólmi þar sem hiv-jákvæðir einstaklingar sem teljast vera óábyrgir í hegðun er hafðir í meðferð allt frá nokkrum mánuðum upp í þrjú ár. Þeir sem deildin fylgist fyrst og fremst með eru fíkniefna- neytendur og þeir sem hafa stundað vændi, en vændi er leyfilegt í Svíþjóð að uppfylltum vissum skilyrðum, en ef viðkomandi er hiv-jákvæður er leyfi ekki veitt. Þessar upplýsingar vöktu hörð viðbrögð vettvangsgesta sem fannst stof- nanavistin gróft brot á mannréttindum og gátu ekki séð að árangur næðist með þessu móti. Gestgjafi okkar varðist fim- lega og taldi þessa leið hafa gefið góða raun og alls ekki komið í veg fyrir að góð samvinna næðist rnilli hiv-jákvæðra og heilbrigðisyfirvalda. Á sjálfri ráðstefnunni áttu sér einnig stað miklar og heitar umræður um hvaða leiðir á að fara til að aðstoða hiv- jákvæða einstaklinga sem stunda kynlíf án varúðarráðstafana og hætta þar með á að smita aðra. Ef eitthvað efni er eld- fimt, þá er það þetta. Fyrsta skrefið hlýt- ur hins vegar að vera, bæði fyrir fagfólk og hiv-jákvæða, að horfast í augu við staðreyndir og að finna sameiginlegan flöt út frá því. Ymsar hindranir eru þó á þeirri leið eins og fram kom á ráðstefn- unni, þar sem sumir ráðstefnugesta urðu sjokkeraðir að heyra að til væru hiv- jákvæðir einstaklingar sem stunduðu óábyrgt kynlrf, í huga þeirra var það svo fordæmanlegt að óhugsandi var að ræða það. Umræða um hiv-smit á sér því margar hliðar og hefur neytt fólk víða um heim til að takast á við þætti sem hindra einlæg tjáskipti, eða svo vitnað sé í orð Steffens Jöhncke mannfræð- ings og ráðstefnugests: „Það sem er siðfræðilega rétt og nauðsynlegt í tengslum við hiv-smit er oft í andstöðu við hefðbundnar venjur: að tala um kynlífsvenjur, þar á meðal samkyn- hneigð, vændi og fjöllyndi; að tala um venjur í fíkniefnaneyslu. Að mörgu leyti er hiv-smit í sjálfu sér tabú-um- ræðuefni.“ Lokaorð Hér hef ég leitast við að veita innsýn í þær umræður eru hæst risu á ráðstefn- unni, en þar var einnig skoðað hvaða leiðir væru vænlegar til að hafa áhrif á þjóðfélagsleg viðhorf, til að bæta stöðu hiv-jákvæðra og til að efla forvarnar- starf. Lykilorðið í því sambandi var samvinna, samvinna fagfólks, hiv- jákvæðra, aðstandenda og annarra er að alnæmismálum koma. Umræður á ráð- stefnunni, reynsla og innsæi þátttakenda sýndu að þessir aðilar verða að vinna saman til að upplýsa almenning og stjórnvöld og hafa áhrif á breytingar. Á Vesturlöndum á þessi samvinna sér jafnlanga sögu og sjúkdómurinn sjálfur og óhætt er að segja að það sem áunnist hefur í alnæmismálum má þakka virkni og samstarfi hiv-jákvæðra, aðstand- enda, fagfólks innan heilbrigðis- og félagsmála og frjálsra félagasamtaka. Misjafnt er hversu sterk þessi hefð um samvinnu er í öðrum heimshlutum og fer kannski eftir félagslegri stöðu hiv- jákvæðra, sumsstaðar eru þeir for- dæmdir svo sterklega að þeir reyna að láta eins lítið á sér bera og mögulegt er, eins og í Pakistan þar sem hiv-jákvæðir búa við mikið harðræði, þeim hefur verið neitað um heilbrigðisþjónustu og dæmi eru um að þeir hafi verið grýttir. Annarsstaðar er lítil hefð fyrir samvinnu fagfólks og þeirra sem þjónustuna fá, þar sem fagfólkið er talið skör ofar, eins og í Hong Kong, en fulltrúum í sendi- nefnd Hong Kong á ráðstefnunni þótti mikið til koma samvinnu hiv-jákvæðra og fagfólks á Vesturlöndum. Undanfarin ár hefur umræðan um hiv-smit og alnæmi orðið mun opnari hér á landi og hafa margir aðilar þar lagt hönd á plóginn. Þessi umræða hefur aukið skilning á aðstæðum hiv- jákvæðra og hefur haft gildi í forvarn- arstarfi. Þrátt fyrir að ný lyf í baráttunni við alnæmi séu komin á markaðinn hér og lofi góðu, er jafn mikilvægt og áður að halda úti öflugu forvamarstarfi, þvr enn hefur ekki fundist lækning við sjúkdómnum. Einnig er jafnmikilvægt og áður að auka skilning á aðstæðum hiv-jákvæðra og bæta stöðu þeirra. Við sem að alnæmismálum koma, hvort sem eru hiv-jákvæðir sjálfir, aðstandendur, fagfólk eða félagsamtök, verðum því að halda ótrauð áfram. Smitsjúkdómalögin í Svíþjóð. í ályktun Evrópuráðsins R(89)14 er lagst gegn misrétti í lögum sem meðal annars gerir kleift að neyða hiv-jákvæða í einangrun. Svíþjóð greiddi ekki atkvæði þegar ályktun Evrópu-ráðsins R(89)14 var lögð fram sem var og er enn furðulegt. Nú, sjö árum síðar hefur Svíþjóð enn ekki skrifað undir, sem við teljum ófært fyrir lýðræðisríki eins og Svíþjóð. Nord-All krefst þess. Að Svíþjóð skrifi nú þegar undir R(89)14. Að smitsjúkdómalögin verði upp- færð miðað við ályktun Evrópu- ráðsins, þannig að hiv-jákvæðir í Svíþjóð geti upplifað sama rétt- aröryggið og aðrir meðborgarar í landinu sem og á hinum Norður- löndunum. Minningarkort Minningarkort eru til sölu á skrifstofu, lágmarksverð er 500 kr. og rennur innkoma kortanna í sér- stakan minningarsjóð sem notaður er til uppbyggingar athvarfsins. Hægt er að panta kortin í síma alla virka daga kl. 12 - 17. Skrifstofan Skrifstofa og upplýsingasími Alnæmissamtakanna á Islandi er opin alla virka daga frá kl. 12 - 17 að Hverfisgötu 69, Reykjavík. Pósthólf 5238, 125 Reykjavík. Upplýsingar eru fyrir hiv-smitaðra, aðstandenda og almenning, algjör trúnaður og nafnleynd.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.