Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 10

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 10
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi NordPol Fundur um félagsleg málefni hiv- jákvæðra á Norðurlöndum. Allt síðan fyrsta NordAll ráðstefnan var sett í Stokkhólmi 1989, hefur í tengslum við hana verið haldinn fundur um félags- leg málefni „socialpolitiskt möte.“ Þessi fundur er hinn pólitíski þáttur ráðstefn- unnar og á að standa vörð um réttindi hiv- jákvæðra á Norðurlöndum. Þarna eru meðhöndluð mikilvæg mál fyrir okkur hiv-jákvæða, eins og t.d. sænsku smit- sjúkdómalögin, en þau hafa komið til umræðu á öllum fundunum hingað til. Því miður tókst ekki að hindra norsk stjórn- völd í að taka í gildi sín eigin smitsjúk- dómalög, en samt fengum við því áorkað að verstu hlutarnir úr sænsku lögunum voru ekki í þeim norsku. Það, að fundurinn um félagsleg málefni var aðeins haldinn einu sinni á ári, og að enginn fylgdi eftir niður- stöðum fundarins, þótti mikill ókostur. Þess vegna var ákveðið á NordAll '95 í Noregi að stofna sam-norræn samtök sem fengu nafnið NordPol. Þeim er m.a. ætlað að vinna úr þeim tillögum sem koma fram á félagslega fundinum og skulu haldnir tveir fundir á ári með 1-2 þátttakendum frá hverju Norðurlandi. Fundirnir fara fram í því landi sem NordAll ráðstefnan er haldin hverju sinni. Eina helgi í nóvember í fyrra var fyrsti fundur NordPol hér á landi. Einn fulltrúi frá hverju landi tók þátt í fund- inum, ásamt framkvæmdanefnd Nord- All '96 frá Jákvæða hópnum hér. Á fundinum voru samin lög NordPols og markmið. Þar var einnig sett á blað hið formlega nafn: NordPol, samband nor- rænna jákvæðra hópa. Seinni fundurinn var haldinn í apríl '96. Markmið NordPol eru meðal annars: Að gera fjárhagslega mögulegt að halda NordAll. Að styðja uppbyggingu hiv-hópa á Norðurlöndunum og Eystrasaltslönd- unum, og auka samvinnu þeirra. Að stöðva útbreiðslu hiv-veirunnar með fræðslu og félagslegum stuðningi við hiv-smitaða. Er hiv fötlun? NordPol sótti um fjárstyrk til Norrænu nefndarinnar um örorkumál en fékk neitun á þeim forsendum að Hiv er ekki viðurkennd fötlun á öllum Norður- löndunum. Þetta er í raun spurningin um af hverju Jákvæði hópurinn og RFHP í Svíþjóð eru einu hóparnir sem viðurkenndir eru til örorku. Þessi spurning ásamt fleirum verða meðal þeirra sem ræddar verða á NordAll ‘96. Jákvæði hópurinn Sjálfstyrktarhópur hiv-smitaðra er starfandi innan vébanda Alnæmissamtakanna. Markmið hópsins eru: að gefa hiv-jákvæðu fólki tæki- færi til að hittast á eigin forsend- um í öruggu umhverfi. að gefa félögunum tækifæri til að taka afstöðu til eigin aðstæðna með félagslegu samneyti og þátt- töku í ýmsum vinnuhópum. að taka þátt í því að bæta að- stæður hiv-jákvæðra almennt, jafnt félagslega, heilsufarslega og pólitískt. að taka þátt í því að breiða út raunhæfar upplýsingar um hiv- smit og alnæmi, svo og hagi hiv- jákvæðra. Hvað gerist í Jákvæða hópnum? Félagarnir standa sjálfir fyrir öllu starfi í hópnum og því fer starf- semin eftir þörfum þeirra, orku og tíma. Forgöngumenn um stofnun hans voru hiv-jákvæðir sem sótt höfðu ráðstefnur jákvæðra í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Hvernig nær maður sambandi við Jákvæða hópinn? Viljir þú gerast félagi eða fræðast meira um Jákvæða hópinn getur þú hringt á skrifstofu Alnæmissamtakanna á Islandi í síma 552-8586 milli kl. 12 og 17 alla virka daga og fengið nánari upplýsingar. Þá verður þér vísað á Jákvæða hópinn. Fyllsta trúnaðar er gætt í hvívetna. Félagar í Jákvæða hópnum hafa verið með fræðsluerindi um allt land. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu. Jákvæði hópurinn Sjálfstyrktarhópur hiv-smitaðra og fólks með alnæmi, Jákvæði hópurinn, er sjálfstætt félag sem er starfandi innan vébanda Alnæmissamtakanna. Upplýsingar um hópinn fást á skrifstofu Alnæmissamtakanna. Aðstandendahópurinn Sjálfstyrktarhópur aðstandenda hiv-smitaðra og fólks með alnæmi er starfandi hjá Alnæmissamtökunum. Hópurinn hittist reglulega og efnir til fræðslufunda fyrir aðstandendur um ýmsa þætti alnæmis. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Alnæmissamtakanna.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.