Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 15

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Síða 15
Rauði borðinn NORDALL 1996 Ráðstefna fyrir hiv-jákvæða á Norðurlöndunum Ráðstefnan var haldin af hiv- jákvæðum á Islandi í annað sinn, fyrra skiptið var í Reykjavík 1991. I ár var ráðstefnan haldin á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri dagana 6.-8. sept- ember. Forsaga Fyrsta NordAll ráðstefnan var í Stokkhólmi 1989. Ákveðið var að hún skyldi haldin árlega til skiptis á Norður- löndunum af hiv-jákvæðum fyrir hiv- jákvæða. I ár var það því í 8. sinn sem hiv- jákvæðir komu saman á þennan hátt. NordAll hefur breyst í áranna rás. í fyrstu var ráðstefnan haldin í höfuð- borgunum. Seinni árin hefur hún verið á minni stöðum á hótelum í hentugri stærð, yfir helgi að hausti til. Þátttakendur hafa yfirleitt verið um 200 en í ár voru þátttakendurnir á Klaustri um 100 manns. Frá 1993 hafa 2 fulltrúar frá hverju Eystrasalts-land- anna einnig setið ráðstefnuna. Á NordAll 1994 í Svíþjóð gaf jákvæði hópurinn í Malmö fána sem skyldi flytjast með ráðstefnunni miili landa. Hann er í fánalitum allra Norðurlandanna. ísland tók við fán- anum frá Noregi á NordAll ‘95 og hékk hann uppi í félagsheimilinu á Hverfis- götu þar til hann var dreginn að húni á Kirkjubæjarklaustri við setningu NordAll ‘96. Þegar ráðstefnunni lauk var fáninn dreginn niður og afhentur finnsku þátttakendunum, en NordAll ‘97 verður haldið í Finnlandi. Árlega hefur einnig verið haldinn fundur um félagsleg málefni hiv- jákvæðra þar sem tekin eru fyrir nokkur mál hverju sinni. Á fundinum 1995 var stofnað samband norrænna jákvæðra hópa, „NordPol”. (Sjá grein annars- staðar í blaðinu). Markmið Markmið ráðstefnunnar er að gefa hiv-jákvæðum tækifæri að koma saman á notalegan og frjálslegan hátt undir eigin formerkjum og gefa fólki tækifæri að kynnast og viðra ólíkar skoðanir og sjónarmið. Brjóta upp einangrun og ein- semd sem margir hiv-jákvæðir upplifa og stuðla þar með að betri lífsgæðum og bættri sjálfsvitund þeirra. Einnig að standa vörð um mannréttindi hiv-já- kvæðra og leggja sitt af mörkum til for- varnarstarfs. Fjármál Það kostar mikið að halda slíka ráð- stefnu og í ár var kostnaðurinn u.þ.b. 3,3 milljónir kr. Undanfarin ár hafa skipuleggjendur NordAll fengið fjárveitingu frá við- komandi ríkisvaldi. T.d. fékk RFHP, „Riksförbundet för HlV-Positiva” í Svíþjóð aukafjárveitingu til að halda ráðstefnuna 1994. Sú fjárveiting dugði fyrir u.þ.b. 70% af heildarkostnaðinum. 1995 fékk PFUS, „Interesseorganisa- sjon for HlV-Positive” í Noregi aukafjárveitingu fyrir öllurn ráðstefnu- kostnaðinum. Frá íslenska ríkisvaldinu fengum við u.þ.b. 15% af kostnaði. Rauði Krossinn styrkti okkur einnig um sömu upphæð. Norræna ráðherra- nefndin hefur styrkt Eystrasaltslöndin til fararinnar ár hvert og svo var einnig nú. Þegar þetta er skrifað eru ekki allir peningar komnir en drjúgur hluti af því sem upp á vantar kemur frá Evrópu- bandalaginu. Einnig sóttum við urn fjárstuðning frá öllum kvenfélögum landsins og brugðust félögin vel við og sendum við öllum sem styrktu okkur alúðarþakkir. Stig, Einar og Ingi Rafn. Ályktanir Alnæmi er enn ólæknanlegt! Það er ástæða til að gleðjast yfir þeim framförum sem orðið hafa í lyfjarann- sóknum undanfarið. Nú er grundvöllur til hóflegrar bjartsýni með hliðsjón af meðhöndlun á Hiv og alnæmi í framtíð- inni. En alnæmi er ennþá ólæknandi sjúk- dómur - sjúkdómur sem dregur fólk til dauða. Þess vegna hvetur NordAll lyfja- fyrirtæki, lækna og fjölmiðla til að veita hreinskilnar og ábyrgðarfullar upplýs- ingar. Lækningin er ennþá ekki til staðar og misskilningur um þau mál gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem ekki eru smitaðir. Ný lyf og aðgangur að þeim! Við krefjumst þess að ný lyf til með- höndlunar á hiv/alnæmi komi fljótar á hinn norræna markað. Við viljum líkan aðgang að nýjum lyfjum fyrir alla - strax! Burtséð frá var við búum og hver læknir okkar er - við höfum öll sama rétt til betri heilsu og höfum nauman tíma! Noregur verður að efla baráttuna gegn hiv. Okkur þykir miður að Noregur skuli enn skera niður fjárframlög til barátt- unnar gegn hiv/Aids. Staðreyndin er sú að fjöldi nýsmitaðra á ári er enn um 120, sem bendir til þess að fjárframlög til þessara málefna ætti frekar að auka en minnka. Það kostar að viðhalda baráttunni. Forvarnarstarf og umönnun þrífast ekki á hugsjóninni einni saman. Komið hefur fyrir að þungaðar konur í Svíþjóð hafa verið ónæmisprófaðar án þeirra vitundar. NordAll krefst þess að ekki undir nokkrum kringumstæðum fari slrk próf fram án vitundar viðkom- andi aðila. Onæmispróf eiga alltaf að fara fram með samþykki viðkomandi.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.