Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 5

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 5
Fpðj\skir ckgdj° ® [esjovips fpðJ\(jðJs Lionsmenn dansa við eldri borgara. Þá var Lionsklúbburinn líka móðurklúbbur tveggja annarra klúbba, á Stöðvarfirði og í Nes- kaupstað. I félagsskap sem starfar í þeim tilgangi að efla samfélagið þarf að afla fjár. Fjár til þess að kaupa búnað og annað sem vert er að setja peninga í. Það sem Lionsklúbburinn gerði til þess að afla fjár var til dæmis blómasala fyrir jól, konudag og páska. Þá voru seld jólakerti og ljósaperur fyrir jólin .Jólatré seldi Lionsklúbburinn sem þeir fengu jafnan frá Lionsklúbbnum Múla sem átti skógarreit á Fljótsdalshéraði. Innanbæjarsímaskrá útbjuggu Lionsmenn og seldu í nokkur ár og enn heyrir maður fólk hafa á orði að það sé skrá sem það sakni. Barnaskemmtunin 1. desember var ár- legur viðburður og á stóran sess í ækuminningum undirritaðrar. I mínum huga var þetta stórvið- burður, að njóta alls sem í boði var á skemmtun- inni alveg þangað til ég var orðinn ungflngur og lék þar Karíus og Bakms ásamt góðri vinkonu. Þá héldu Lionsmenn einnig dansleik 1. desember um margra ára skeið. Vom dansleikir þessir jafnan vel sóttir og gjarnan var dansleikurinn brotinn upp með pakkauppboði eða öðm sem gat aukið tekjurnar. En flestir muna þó sjálfsagt eftir ferm- ingaskeymnum sem Lionsklúbburinn bauð uppá í mörg ár. Var þetta dæmi um vel heppnaða fjár- öflun sem kom öllum aðilum vel. Sem dæmi má geta þess að árið 1987 vom fermingaskeytin á vegum Lionsklúbbs Fáskrúðsfjarðar 600 talsins. Er þessi upptalning á fjáröflunum aðeins dæmi um það sem klúbburinn tók sér fyrir hendur. hjartalínurita, súrefnismettunarmæli og heyrnar- prófstæki. Þá gaf klúbburinn tölvur og prentara í gmnnskólann. Einnig færði hann Björgunar- sveitinni Geisla peningagjöf ásamt því að gefa sveitinni tæki, tók þátt í kaupum á skíðalyftu sem sett var upp í hlíðum Fáskrúðsfjarðar og gaf eldhúsinnréttingu á dvalarheimiflð Uppsali. Þá studdi Lionsklúbburinn við starfsemi Vonarlands á Egilsstöðum, sem þá var sambýli fyrir fatlaða, ásamt öðmm Lionsklúbbum á Ausmrlandi. Pen- Frá afhendingu skíðalyftunnar. Már Hallgrímsson og Lars Gunnarsson. Má segja að þetta verkefni Lionshreyfingarinnar hafi orðið til þess að nú er lífsleikni sjálfsagður þáttur í menntun nemenda frá leikskólaaldri og þar til þeir ljúka framhaldsskóla. I samvinnu við Lionsklúbba á suðurfjörðum voru ungmenni send í sumarbúðir erlendis. Var þetta árlegur viðburður um nokkurra ára skeið. Á fjögurra ára fresti féll það í hlut Lionsklúbbsins á Fáskrúðsfirði að velja ungling til fararinnar. Má lesa ferðasögu þessara ungmenna í árlegum jólablöðum sem Lionsklúbburinn gaf út og öll vom þau afar ánægð með þetta tækifæri sem þeim bauðst og töldu sig hafa þroskast auk þess sem ferðin hafi verið skemmtileg. Þá tóku þeir klúbb- félagar á móti ungmennum frá öðrum löndum og buðu þau velkomin á heimili sín. Jólablöðin voru skemmtileg lesning, þar var vandað til verka. Þau voru ávallt byggð upp á sama hátt, og í þessum blöðum býr mikil sam- tímasaga. Þarna má lesa um atvinnu og aflabrögð, byggingaframkvæmdir í bænum, framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, auk þess sem í blaðið var skrifað um félagsmál og skemmtanir, menn- ingarmál, menntamál og íþróttir. Þá var ávallt hugleiðing sem sóknarpresturinn skrifaði, fróð- leikur um jólin ogjafnvel jólaleikir eðajólasaga. Afar skemmtileg lesning í samtímanum og ekki síðri mörgum árum síðar. I félagsskap sem þessum sem hér er fjallað um þurfa menn að leggja á sig vinnu. Vinnu við að afla fjár og Lionsmenn lögðu líka á sig vinnu við að hlúa að umhverfinu. Þeir hjálpuðu til við gera lóð við kirkjuna með því að keyra mold. Þeir fengu, Tannlœkningatœki sem Lionsklúbburinn gaf á Heilsugaslustöðina. En hvað var gert við peningana? Þeir fóru aftur út í samfélagið. Eldri borgurum var ávallt boðið í ferðalag í upphafi sumars. Þá var farið í rútu- ferð eitthvað um Austurland. Síðan var farið í grunnskólann og þar boðið uppá kvöldmat og að lokum dansað á skólalóðinni á eftir. Þá voru einstaklingum eða fjölskyldum, sem áttu við erfið- leika að stríða, færðar peningagjafir fyrir jólin. Lionsklúbburinn safnaði fyrir mörgum tækjum á heilsugæslustöðina, ýmist sjálfstætt eða í félags- skap við önnur félög og má þar nefna sjónpróf- unartæki, gegnumlýsingatæki, tannlækningatæki, ingar vom líka sendir í alþjóðlegan styrktarsjóð Lions sem var notaður til að hjálpa fólki í veröld- inni sem átti um sárt að binda, gjarnan börnum. Lions Quest er námsefni í lífsleikni þar sem megináhersla er á að efla félags- siðferðis- og til- finningaþroska barna og unglinga á markvissan og heildstæðan hátt. Ahersla er einnig á heilbrigða Hfshætti og velferð. Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar tók þátt í þessu alþóðlega verkefni með því að greiða fyrir námskeið tveggja kennara við Gmnn- skóla Fáskrúðsfjarðar og til kaupa á námsefninu. vorið 1971, þrjú tonn af áburði og 300 kíló af fræi frá Landvernd til þess að sá í rofabörð og búa til grasbletti. Þeir gróðursettu tré á Búðagrund við bátinn Rex, ásamt Skógræktarfélaginu auk fleiri verkefna sem þeir unnu í nafni klúbbsins. En þetta var ekki bara vinna heldur líka gaman. Eins og áður var getið vom gjarnan skemmtiatriði á fundum.Til dæmis er það skráð í fundagerðabók að skemmtiatriði á einum fundi árið 1967 hafi verið „Sigmar Magnússon flutti fróðlegt erindi um sauðfjárbúskap". Þá var lesin framhaldssaga 5

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.