Franskir dagar - 01.07.2015, Side 10

Franskir dagar - 01.07.2015, Side 10
Franskir1 ckg&r ® [esjovips frajvjais Bjöm Jóhannsson og Guðmundur Bergkvist Jónsson. Á Frönskum dögum 2014 voru haldnir tvennir tónleikar í félagsheimilinu Skrúði á Fáskrúðs- firði þar sem fram komu margir músíkantar sem gerðu garðinn frægan í firðinum og á Austur- landi á árum áður. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út á DVD diskum. Að þessu verkefni stóðu tveir brottfluttir Fáskrúðsfirðingar, Björn Jóhannsson og Guðmundur Bergkvist Jónsson sem í daglegu tali kallast Bjössi og Beggi. „Upprunalega hugmyndin hjá okkur var að gera svo í framhaldinu heimildarmynd um félagsstarfið og tónlistina í Skrúði í gegnum tíðina og sýna á Frönskum dögum 2015. Við byrjuðum strax þá um sumarið að vinna að undirbúningi myndarinnar og tókum mörg viðtöl fyrir austan og allskonar myndir í bænum og í félagsheimilinu. Seinna um sumarið og haustið fórum við svo að safna saman gömlu efni og taka fleiri viðtöl og að klippa. Margt gamalt og skemmtilegt fór að koma í leitirnar og smám saman varð ljóst að myndin yrði mun stærri en upphaflega var áætlað og hún þróaðist í að verða heimildarmynd um fjörðinn og bæinn,“ segir Bjössi. Myndin er ekki sett upp sem saga Fáskrúðsfjarðar heldur er stiklað á stóru í sögu bæjarins og oftar en ekki stjórnast efnistökin af myndefninu sem tekist hefur að grafa upp héðan og þaðan. Fjöldi gamalla ljósmynda koma einnig við sögu og eru þær elstu frá því í kringum aldamótin 1900. Elstu kvikmyndirnar úr bænum sem fundist hafa eru frá 1962. „Mörg kvikmyndabrot sem munu sjást í þess- ari heimildarmynd hafa fáir séð áður og jafnvel eru dæmi um að þeir sem tóku kvikmyndirnar hafi ekki einu sinni horft á þær sjálfir þegar við fengum filmurnar og létum yfirfæra yfir á stafr ænt form,“ segja þeir félagar Beggi og Bjössi. Ymislegt skemmtilegt og forvitnilegt úr sögu Bergur Hallgrtmsson á Pólarsíld. Leikvöllurinn á Búðum, skjámynd úr kvikmynd sem tekin var árið 1962. „Þarna eru myndir af fjölmörgu fólki, og jafnvel viðtöl við bæjarbúa sem farnir eru yfir móðuna miklu, já og hús og mannvirki sem ekki standa lengur. Ymislegt sem maður var jafnvel búinn að steingleyma. Upplifimin afþví að klippa ogvinna með þetta gamla efni frá æskustöðvunum hefur oft verið eins og að maður sé staddur í tímavél og nokkrum sinnum hefur maður skellt uppúr eða orðið alveg steinhissa á sumu sem þarna hefur fundist," segir Beggi. Heimildarmyndin FáskrúðsJ/örður - Brot úr sögu bæjar verður frumsýnd á fimmtudagskvöldi Franskra daga nú í sumar og þar verður endur- vakin gamla bíóstemningin í Skrúði frá í gamla Armann Rögnva/dsson ogjúlius Garðarsson iviðtali. bæjarins á síðustu öld kemur við sögu í mynd- inni. Til dæmis fjöldi gamalla Fáskrúðsfjarðar- hljómsveita, síldarsöltun á Pólarsíld og Hilmi, gamli bankinn í kjallara Skrúðs, áströlsku stelp- urnar í frystihúsinu, leikvöllurinn fyrir neðan gamla skólann, bátasmíðastöðvarnar, togararnir, sjómannadagurinn, bruninn í félagsheimilinu, bingóin og bíóin, Skrúðsgleðin, skíðalyftan og margt, margt fleira. Þá eru einnig mörg gömul viðtöl sem við fáum að sjá. daga. Fyrirhuguð er aukasýning á föstudeginum. Að sjálfsögðu er mikill kostnaður sem fylgir því að gera svona heimildarmynd en fyrirtæki og sjóðir hafa styrkt verkefnið eitthvað þannig að sanngjarn aðgangseyrir verður að bíósýningunni. Það eru ófáar vinnustundirnar sem búið er að leggja í þessa heimildarmynd og aðstandendur hennar vona að Fáskrúðsfirðingar og aðrirvelunn- arar fjarðarins fagra fjölmenni í bíó á Frönskum dögum. Góða skemmtun. 10

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.