Franskir dagar - 01.07.2015, Qupperneq 36

Franskir dagar - 01.07.2015, Qupperneq 36
Fpðjxskip ckg&p ® [esjovips jkðjx^ais A tímum franskra sjómanna við ísland blómstr- uðu vöruskipti. Landsmenn seldu aðallega prjón- les og fransmenn greiddu með víni, kexi og fleiru. Nokkrum sögum fer af tungumáli því sem notað var og oft var kallað Fáskrúðsfjarðarfranska eða golfranska. Líklegt verður að telja að um hrognamál hafi verið að ræða, og að fólk hafi bjargað sér á stikk- orðum, með svipbrigðum, handapati eða öðru til að gera sig skiljanlegt. Þess má geta að lengst af töluðu Bretónar, sem hér stunduðu veiðar, bre- tónsku en ekki frönsku eins og Flandrarar gerðu. Arni Jónson frá Svínaskála var verslunarþjónn hjá Carli A. Tuliniusi á Fáskrúðsfirði og segir svo frá í endurminningum sínum: „Málið var aðallega sambland úr hollenzku, ensku og dönsku. Það spaugilegasta var þó, að Islendingarnir héldu, að þetta væri franska en Fransmennirnir, að það væri íslenzka. Þó voru þarna einstaka Islendingar, sem töluðu ótrúlega vel frönsku. Þetta voru þó bændur, sem aldrei höfðu gengið í skóla. Man ég sérstaklega eftir einum Jóni frá Brimnesgerði. Þegar hann var að tala við Fransmennina gat maður ímyndað sér, að hann væri einn af þeim, því allar hreyfmgar og svipbrigði voru alveg eins og hjá Frökkum þegar þeir tala. Við urðum vel kunnugir mörgum af skipstjórunum og vorum oft í boði hjá þeim um borð. Var þá veitt allt það bezta, sem til var og var auðséð, að sumir þeirra höfðu búið sig undir þetta er þeir fóru að heiman. Enda komu sömu skipin þarna ár eftir ár. Skipstjórarnir, sem verzlað var við komu oft í heimsókn á hverjum degi og varð þá ávalt að veita þeim eitthvað. Það var því tölu- verður kostnaður, sem fylgdi þessum viðskiptum." Jóni Olafssyni skáldi frá Kolfreyjustað segist svo frá í ævisögu sinni að hann telji meira en helming orðaforðans sem notaður var úr hol- lensku og ensku. Fá orð ef nokkur hafa komið í íslensku með frönskum sjómönnum. Þó gæti verið að sögnin KALFATTA (le CALFAT) hafi hingað borist með þeim. Að KALFATTA er að þétta skipssúð (bátssúð) með því að reka tjöruborinn hamp á milli borða og í rifur. Sú saga hefur lifað góðu lífi á Islandi að orðið PEYSA sé komið frá frönskum sjómönnum. Þó sagan sé skemmtileg á hún því miður ekki við rök að styðjast. Að sama skapi verður að draga í efa að orðið MELLA hafi þannig komið inn í málið að franskir sjómenn hafi skrifað utan á bréf til íslenskra stúlkna: Mlle (stytting af ma- demoiselle) á undan nafni þeirra. Með vissu er vitað um tvo menn á Fáskrúðsfirði sem töluðu frönsku á blómatíma franskra sjó- manna hér við land: Georg Georgsson læknir og yfirmaður franska spítalans og Carl A. Tulinius konsúll og kaupmaður. 36

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.