Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 41

Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 41
Offita getur ýmist stafað af ytri eða innri orsökum. Hún stafar t. d. af ytri orsökum þegar tekjur líkamans eru meiri en útgjöldin, þ. e. a. s. þegar meira er borðað en samsvarar þörfum líkamans til að endurbæta slitið og til þess að vinna þau störf, sem á hann eru lögð. Er þetta nefnt offita sökum ofáts. Sama eðlis er vitanlega sú of- fita, er sækir á fólk, ef það gerist værukærara og mak- indalegra en áður, en heldur þó áfram að borða jafnmik- ið og meðan það hafði erfiðara fyrir. Siðmenningin og tískan eiga þó eigi minnstan þátt í því, að vorri kynslóð er hættara við offitu en forfeðrum vorum. Matargerðin og matvælaiðnaðurinn hafa tekið stórmiklum breytingum á síðari tímum. I matvælaiðnað- inum er lagt ofurkapp á að framleiða samanþjappaða fæðu, þ. e. fæðu, sem er eins úrgangslítil og frekast er unnt, og er því mjög næringarmikil miðað við fyrirferð. Maðurinn vill þó helst borða sig saddan og raðar þá oft óvart meiri næringu í sig en honum sjálfum er ljóst, vegna þess hve fæðan er næringarmikil eða úrgangslítil. Tökum kornvörurnar sem dæmi. Þær eru venjulega afhýddar og hagnýtast því miklu betur sem næring, en væri þeirra neytt með hýðinu. Hýðið er tormeltanlegt, þar eð það er mestmegnis trjeni (cellulose), sem meltingarfærin vinna illa á, en hefir hinsvegar mikla þýðingu til þess að örva hægðirnar, að ógleymdu því, að B-bætiefnið fylgir hýðinu og líkaminn er svikinn um það, ef kornið er afhýtt og þess neytt þannig. Matargerðin hefir einnig mikil áhrif á, hversu fit- andi fæðið verður. Sykurát hefir færst mjög í vöxt á síð- ari árum, sætar kökur úr afhýddu hveiti með talsverðu af smjöri og eggjum hafa rutt sjer mjög til rúms. Sömu- leiðis er nú meira um steiktan mat, og oft er það þá svo, að einmitt feitur matur, svo sem flesk, heilagfiski, lax o. s. frv., er steiktur í feiti og látinn drekka í sig talsvert af 39 '/T Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.