Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 3

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 3
LÆKNANEMINN 3 * Avarpsorð. Enn einu sinni er tilraunin gerð; að gefa út blað eða tímarit lækna- nema. Undanfarin ár hefir félag læknanema árlega kjörið ritnefnd til að sjá um útgáfu einhverskon- ar málgagns. Árangurinn hefir því miður verið heldur lélegur, enda hafa þessar ritnefndir átt við mikla og margvíslega erfiðleika að stríða. Á forsíðu þessa blaðs getur að líta rómverska tölu, sem gefur til kynna,, að hér sé fjórði árgang- ur, fyrsta tölublað, á ferðinni. í vissu tilliti er þetta rétt: blaðið hefir komið út fjórum sinnum, eitt tölublað í hvert skipti, en þó eru liðin 8 ár síðan fyrsta blaðið kom. Það var f jölritað, svo og hin tvö, sem komið hafa síðan. Það er von, að manni verði á að spyrja: Hvers vegna erum við þá að basla við að gefa út blaðsnepil? Er nokk- ur grundvöllur fyrir málgagn læknanema? Er nokkur áhugi inn- an deildarinnar á slíku brölti? Læknadeildin er nú orðin býsna f jölmenn. Það er af, sem áður var, að allir þekktu alla, og hópurinn var ekki stærri en svo, að hann gat komið saman í einu stofuhorni niðri í Alþingishúsinu og rætt þar áhugamál sín, deiluefni og um- kvartanir. Viðhorfið í dag er ann- að: hópurinn er einmitt orðinn það stór, að þörf er á málgagni til við- ræðna, til almenns yfirlits, til að gefa sem flestum kost á að láta álit sitt, áhugamál og óskir í ljós á vettvangi, þar sem náð verði tii sem flestra félaganna. Þannig hef- ir þessu að vísu ekki verið varið, því miður, hvorki með þetta tölu- blað eða þau undanfarandi. Erfið- leikar ritnefndanna, sem minnzt var á hér að ofan, hafa aðallega verið í því fólgnir, að snapa sam- an nægu efni til að fylla einhvern ákveðinn síðufjölda. Þetta á að hverfa. Við skulum öll gera okkur það ljóst, að í málgagni, — hvort sem við köllum það blað eða tíma- rit, árbók eða eitthvað annað, — eigum við athvarf með hugmvndir okkar og áhugamál varðandi kennslu, nám, félagslíf, framhalds- nám, framtíðarhorfur, fjárhags- mál, auk annarra innblásinna bók- mentnalegra afreka, svo sem ljóð (!), sögur, frásagnir o. s. frv. Sem sagt, blaðið á að vera „For- um“ okkar allra! Útlit, efnisskipan og frágangur allur er mjög breyttur frá því, sem verið hefir. Þau blöð, sem komið hafa, hafa verið fjölrituð, meira og minna sundurleit að efni og frá- gangi öllum, enda þótt viss atriði hafi verið ríkjandi í þeim öllum. Hér er gerð tillaga um form, sem ætti að geta verið slíku tímariti hentugt; nokkur fjölbreytni, án sundurleitni; efninu settir vissir rammar, sem þó eru mjög víðir, að minnsta kosti nægilega víðir til þess að tryggja margbreytileika en forðast endurtekningar í fram- tíðinni. Ritnefndin vonar þó, að henni berist mikil og skörp kritik á formi, efnisvali og frágangi, því að það myndi sýna áhuga, umhugsun og skilning á markmiði tímaritsins. Verði ykkur að góðu!

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.