Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN leiðslu á mænusóttarvírus í stærri stíl. Hann telur ólíklegt, að fram- leiðsla bóluefnis út frá virus geti orðið til mikils gagns né heldur slík bólusetning, meðan allt er í jafn lausu lofti og nú er um ástæð- urnar fyrir tauga-affinitet virus- ins. Meðan svo er, geti bólusetning gegn mænusótt ekki komið til greina á sama grundvelli og gegn öðrum sóttum. Auk þess beri ávallt að hafa í huga þær hættur, sem samfara eru slíkum aðgerðum, meðan svo mörg af hinum fyrr- töldu atriðum eru ókunn. — Hins vegar er þetta mikilvægt rannsókn- aratriði í kjölfar hinna áður upp- töldu rannsókna á neurotropi, sero- logi og ónæmissvörunum mænu- sóttar. Höfundur bendir að lokum enn einu sinni á, hve geysi umfangs- mikillar rannsóknar hér er þörf. Hann telur æskilegustu leiðina nána samvinnu þriggja aðila: Rannsóknarstofa, sjúkrahúsa og heilbrigðisyfirvalda. Auk þess bend- ir hann á, hve æskileg og tíma- sparandi náin alþjóða-samvinna um þetta mál myndi vera. Þá yrði e. t. v. komizt hjá dýrum tvíverkn- aði og undirbúningsathugunum, sem ávallt er hætta á, er vísinda- menn í mörgum löndum starfa að sömu vandamálum, en hafa litlar fréttir hver af öðrum. La Presse Medicale, jan. ’49. Fréttir úr deildinni. Framh. af bls. 11. að Reykjalundi þannig að því, að vistmenn geti sem öruggastir hafið lífsbaráttuna að nýju, er þeir hafa sigrazt á sjúkdómi sínum. Miklu hefir þegar verið áorkað að Reykja lundi, en byggingarframkvæmd- um er þó enn ekki lokið. Verður þess vonandi skammt að bíða. Frá Reykjalundi var síðan haldið heim á leið til Reykjavíkur. Ferðalag þetta tókst vel og komu flestir fróðari en þeir fóru. Lækna- nemar þakka hinar góðu móttök- ur á báðum stöðunum og alla þá vinsemd, er ferðalöngunum var sýnd. Stjórn Félags læknanema hafði alla forystu í ferðalagi þessu og kostaði félagið förina. Er von- andi, að hér sé aðéins um byrjun að ræða og að framvegis verði far- inn einn slíkur ,,vísindaleiðangur“ — minnst — á ári hverju. Árshátíð læknanema. Stjórn Félags læknanema hafði hug á að efna til „árshátíðar lækna- nema“. Undirbúningi varð þó ekki lokið. Hefði öllum læknanemum verið boðin þátttaka, en kostnað- ur allur greiddur af Félagi lækna- nema. Er betta nýtt mál og verð- ur að líkindum vinsælt á næsta ári. Bókakaupin. Eins og kunnugt er, hefir undan- farin ár starfað bókakaupanefnd á vegum félags læknanema, sem séð hefir um kennslubókakaup fyrir deildina að mestu, öllum að- iljum til hinna mestu hagsbóta. Blaðið hefir fregnað hjá bóka- kaupanefndinni, að bókapantanir hafi verið með mesta móti nú um áramótin, því að alls voru pant- aðar bækur fyrir um 25 þúsund krónur. Innflutningsleyfi hefir nú fengizt fyrir meginhluta þessarra bóka, og er von á þeim til lands- ins alveg á næstunni. Bókanefndin vonar, að allir þeir, sem pantanir hafa sent, verði fljótir til að leysa bækurnar út, þegar þær koma. Jafnframt vill

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.