Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 14
14 LÆKNANEMINN koma þeim við úti í héruðum eða í praxis. Verkleg þátttaka nem- anda í slíkri vinnu er mjög nauð- synleg og þroskandi. Einföldustu hlutir verða seint of vel lærðir. Það verður að gera þá. Hitt er ekki nóg, að læra þá af bókum, hvað þá flóknari aðferðir. 4. Nauðsynlegt er að koma upp safni ýmiss konar sýnishorna, t. d. til þess að kenna aðgreiningu blóð- sjúkdóma o. fl. 5. Nauðsynlegt er að verja meiri tíma til kennslu í skoðun sjúklinga (klinik). Leiðbeina þarf um, hvernig eigi að spyrja sjúk- linga og skoða þá. Það verður bezt gert með því, að hvort tveggja fari fram í viðurvist kennarans og nem- endur fái sjúklinga til rannsóknar fyrirvara- og undirbúningslaust, líkt og gerist í lífinu sjálfu. Veitir bví ekki af tveim, samfelldum kennslustundum til þessa. 6. Mjög væri æskilegt, að hafa sérstaka skoðunarstofu, til þess að kenna stúdentum, sem ganga á deildina á hverjum tíma, rannsókn sjúklinga, skýra tilfelli fyrir þeim o. s. frv. Skoðun allra nýrra siúk- linga ætti að fara þar fram. Það er naumast hægt að bjóða sjúk- lingum upp á það, að sjúkdóms- ferill þeira sé rakinn og rökrædd- ur, sem skyldi, ef full not eiga að vera að kennslunni, í viðurvist annarra sjúklinga, misþagmælskra, á f jölbýlisstofum. Þrengslin á deild inni eru hér fiötur um fót, en ég mun revna að koma þessu á. Ég hefi drepið á nokkur atriði frá mínu sjónarmiði. En vkkar hlutur er eftir. Þið eigið óhikað að láta vita. hvað þið teljið að verða mætti til bóta. Þið vitið 'enn betur en ég, hvar skórinn krepp- ir, hverju er mest áfátt. Ég vil að lokum bæta því við, að ég óska þess, að þeir stúdent- ar, sem ganga á deildina á hverj- uum tíma, sé virkir þátttakendur í starfinu, skrifi journala, skoði sjúklingana, segi, hvað þeir telji vera að sjúklingnum, eftir fyrstu skoðun, skýri frá, hvaða rannsókn- ir þeir vilji gera til viðbótar og geri tillögur um meðferð. Þetta ætti að gefa tilefni til fræðandi umræðu um hvern nýjan sjúkling, vekja meiri áhuga fvrir sjúk- dómsgreiningu, meðferð og afdrif- um sjúklingsins. En einmitt til þessa er sérstakt skoðanaherbergi nauðsynlegt. Mig grunar, að ýms- ir ykkar læknanemanna séuð jafn- vel tregir til að spyrja kennarann inni á sjúkrastofunum, í viðurvist sjúklinganna, en bó vil ég biðja ykkur lengstra orða að vera for- vitin. Þið eigið að vera annað og meira en skrifarar á stofugangi, — og þar er eitt atriði, sem athuga þarf og ráða bót á.“ Þó margt sé fleira, sem mig fýs- ir að spyrja um, finnst mér, að það hlyti að teljast megnasta ókurt- eisi, að þreyta prófessorinn með fleiri spurningum. Ég þakka því fyrir velvildina og bið hann fyrir- gefningar á þessu spurningarausi. Hann svarar brosandi, að hann sé ekkert orðinn þreyttur á því. Ég á bágt með að hugsa mér annað en það sé eintóm kurteisi, svo að ég læt staðar numið með spurning- arnar eigi að síður. Við kveðiumst svo og ég geng heim á leið hugs- andi um það, að sennilega verði tregara um svörin, þegar prófess- orinn fer að spyrja mig út úr í medicininni! Úlfur Ragnarsson.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.