Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 16
16 LÆKNANEMINN Þegar ég var héraðslæknir. Framhald af bls. 7. upp einhver embættisafrek; tekur það hinn astheniska mann langan tíma, því að ekki virðist úr miklu að moða. „Fyrstu sjúkravit.jun mína fór eg til belju einnar í B- firði. Hún hefði eymsli í fæti, og grunaði mig strax, að hér væri um bógsig að ræða. Eg vissi auð- vitað ekki, hvað gera skyldi, þvi að meðferð á bógsigi er, sem kunn- ugt er, ekki kennd á Landsspítal- anum. Það eina, sem eg hafði lært þar, var að taka sökk og Sahli og mæla tensio, en engu af þessu virt- ist hér við komið. Eg kvað þetta því alvarlegt mjög, og þar sem hér væri e. t. v. um smitandi sjúkdóm að ræða, væri bezt. að sk.jóta skepn- una þegar í stað og grafa a. m. k. fótinn niður, en eyrnasnepilinn vildi eg fá til rannsóknar. Þótti þetta að vonum mjög nýstárleg kenning, en röggsamleg, og þorði bóndi ekki annað en að fylgja henni út í yztu æsar. — Nokkrum dög- um síðar var hringt af sama bæ. Lá húsfreyja þá rúmföst með mikl- um þrautum í mjöðm. Bóndi spurði því óttasleginn, hvort hér gæti ver- ið um sama sjúkdóm að ræða, og hvort smitun hefði átt sér stað. Nú var úr vöndu að ráða fyrir mig, því að ekki gat hér gengið sama lækning. Eg sagði því við bónda, að þetta ætti ekkert skylt við fyrra tilfellið og lofaði að senda konunni góðar verkjartöflur. Varð bóndi harla feginn, enda batnaði konunni vel. Eitt sinn kom til mín maður, sem hafði ígerð neðan á il, og bað mig skera í hana. Bað hann mig að deyfa þetta vel, því hann væri mjög viðkvæmur. Eg þreif þegar sprautu með deyfilyfi. Þá fór mað- urinn að skjálfa og kófsvitnaði af angist. Hann grátbað mig heldur að frysta, því að hann þyldi ekki stunguna. Eg gerði svo, enda þótt mér segði afar illa hugur um ár- angurinn, með því að skinn var þykkt á ilinni. Maðurinn settist nú á stól, lagði veika fótinn á annan og hélt sér dauðahaldi í stólbríkina. Eg kné- kraup fyrir framan hann og mund- aði hnífinn, en maðurinn skalf og hristist. Varla hafði hnífsoddurinn snert ilina, er maðurinn rak upp angistaróp og hentist til í stóln- um. Eg sá, að hér dugði engin miskunn og rak kutann á kaf. Við það trylltist píslarvotturinn ger- samlega. Hann kippti fyrst að sér löppinni og gaf mér síðan vel úti- látið spark beint í ás.jónuna, svo að eg riðaði við, en gröftur og blóð ýrðust um vit mér. — Aðgerðin heppnaðist vel. Af þessu og fleiri svipuðum til- fellum hefi eg komizt á þá skoðun, að hlið gamla, góða læknisboðorð: „Primo non nocere“, ætti að hljóða: „Primo non doctorem nocere.“ Má í þessu sambandi minna á, að flest- ir reyndir læknar hafa einhvern tíma orðið fyrir því, að sjúkling-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.