Læknaneminn - 01.03.1949, Side 6

Læknaneminn - 01.03.1949, Side 6
6 LÆKNANEMINN En hinn hörmulegi klimax hér- aðslæknsistarfa míns kom þó á síð asta sumri, Eg var á ferðalagi í héraði mínu, er komið var hlaup- andi til mín frá bæ á leiðinni og eg beðinn að koma hið bráðasta. Hafði maður skorizt á höfði, og lafði flipi af höfuðleðrinu niður á enni, en ákaft blæddi úr sárinu. Mér brá ónotalega, ekki sízt, þeg- ar eg varð þess var, að eg hafði lítið af viðeigandi tilfæringum með mér í töskunni. Skipti nú engum togum, að eg fékk ákafar innan- tökur, peristaltik og aðrar intest- inalhreyfingar gerðust svo ofsa- fengnar, að til stórvandræða horfði. Mátti eigi tæpara standa, að eg kæmist nógu snemma að húsabaki til að sinna þessari bráðu innri köllun. Er eg komst inn aft- ur og ætlaði að halda áfram starfi mínu, tók efri hluti meltingarfær- anna við, og munaði minnstu, að eg spúði yfir höfuðið á sjúklingn- um. Sá eg þá glitta í postulíns- næturgagn undir rúmi, og bjargaði það heiðri mínum, — partiellt að minnsta kosti.“ Vér þökkum þessum fyrrverandi héraðslækni fróðlega og lærdóms- ríka frásögn og höldum áfram för vorri. IJt úr yzta herbergi þessa sama gangs sjáum vér Gogga vin vorn og ráðunaut koma skálmandi. „Hverju voruð þið nú að láta ljúga að ykkur, strákar?“ Vér skýrum honum frá viðtölunum, og gerir hann þar við margar og góðar (en vart prenthæfar) athugasemdir, en bætir við: „Þið hafið alveg gleymt að minnast á þyngsta mann deild- arinnar, sem sagður er vera 481 pund og eins langæfðasta kirurg- inn, sem undanfarin sex ár hefir verið helzta stytta og stoð ka- þólskra i landi þessu. Þeir hafa nú að vísu aldrei hætt sér í hér- að, en störf þeirra eru engu ómerk- ari fyrir það. Annar byrjaði sinn kirurgiska feril á því að taka blóð úr eyrnasnepli, en hafði fyrst reyrt stasaslöngu kyrfilega um háls eig- anda eyrnarsnepilsins, svo að við köfnun lá. Hinn ætlaði eitt sinn að ná kjöt- bita, sem stóð fastur í hálsi á manni, með töng. 1 fyrstu gekk það stirðlega, unz stór biti kom upp á tönginni, reyndist það þá að vera epiglottis.“ (Birt án ábyrgð- ar!) Nú höldum vér frá Garði og tökum stefnu á Skálafell landnorð- anvert. Skammt frá fæðingardeild- inni (hver hefir ekki heyrt hana nefnda?) býr sá collega vor, sem hvað mesta frægð hefir getið sér fyrir vítamin-ritgerðir og fyrir- lestrahald á vegum kvenfélaga- sambanda. Er vér komum til hans, er hann að ljúka við að snyrta hið virðulega skegg sitt. (Þetta prúða skegg hefir síðan orðið að lúta sömu örlögum og allt annað á þess- ari forgengilegu jörð). Hann býð- ur oss sæti og hverfur síðan sjálf- ur í meðaldjúpan hægindastól. Vér komum strax að erindinu og spyrj- um: „Hvar hefir þú verið héraðs- læknir?" „Ja, því er nú ekki fljót- svarað,“ segir hann. Því næst sjá- um vér á hendur tvær upp úr stóln- um og telur hann með sjálfum sér á fingrunum, en er þeir hrökkva ekki til, fer hann úr sokkum og skóm og heldur áfram að telja á tánum. Oss blöskrar alveg og ber- um þegar upp aðra spurningu, áð- ur en hann fær svarað þeirri fyrstu „Hvað hefir nú merkast komið fyrir þig á starfsferli þínum?“ Hann lætur ekki trufla sig, og byrjar að telja: „Vestmannaeyjar, Blönduós, Kleppjárnsrevkir, Borg- arnes, Hlómavík . . „Nei, hættu, hættu nú,“ segjum vér agndofa.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.