Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 17
i r LÆKNANEMINN ar bitu í fingur þeim við tann- drátt.“ Vér sjáum á þessari frásögn collega vors, að hleypidómar vorir um hann hafa verið rangir; hann hefir öðlazt mikla reynslu á sínum héraðslæknisárum. og biðjum hann því að gefa oss einhver heilræði. „Af dýrkeyptri reynslu hefi eg lært það, að læknir má aldrei láta sjúklinginn finna, að hann sé í minnsta vafa um sjúkdómsgrein- ingu eða meðferð og alltaf að gera eitthvað í hverju tilfelli, þó ekki sé nema að sprauta vatni eða gefa litað sykurvatn, því að það eitt, að láta sjúklinginn sjá sig, er meira en hálf lækningin." Eftir þessi djúpvitru orð, skellir spekingurinn aftur bókum sínum, sprettur á fætur og býður oss akst- ur hvert á land sem vera skal. Vér þiggjum hið ágæta boð og stígum upp í leifturtík hans, sem að vísu er ekki eins glæsileg og skjóti Dungals, en tekur þó mjög fram tvíbökum þeirra Kristins og Thoroddsens. Að skammri stundu liðinni erum vér komnir á leiðar- enda, á Nýja-Garð. Vér för- um nú enn á fund Gogga og hann yfirlítur síðasta hluta hand- rits vors: „Ekkert skil eg í ykkur að vera að intervjúa svona hrað- lyginn náunga. Hann, sem var næst um búinn að ljúga mig inn sem sjúkling á Kleppi. þegar eg kom þangað í kúrsus! — En nú skul- uð þið ekki láta ljúga meira að ykkur. Eg skal hinsvegar sjálfur benda ykkur á, að margir colleg- ar eru frægir að fleiru en héraðs- læknisstörfum. Einn fyrrverandi undir-vara-aðstoðar yfirlæknir mátaði til dæmis heimsmeistara í skák á dögunum. Annar collega las svo ítarlega um syfilis undir patho- logiuprófið í fyrra, að hann varð Kahn-pósitívur, og er enn, og enn annar . . .“ Hér skrúfum vér fyr- ir Gogga, því að hann er kominn inn á efni næsta þáttar, kveðjum hann með virktum og þökkum veitta aðstoð. Vér höldum nú heim, allmiklu fróðari en áður um collega vora og reynslu þeirra. Vonum vér, að svo megi verða um fleiri, að spjall þeirra megi verða til gagns og fróðleiks, því ,,það ungur nem- ur gamall temur“.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.