Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 18
18 LÆKNANBMINN Námstíminn. Hvarvetna, sem læknanemar eru saman komnir, berst talið fyrr eða síðar að hinum langa námstíma, er þeir verða að undirgangast. Menn bregðast mjög misjafnlega við þessu umræðuefni, sumir rjúka upp og telja því þjóðfélagi allt til synda, sem hefir svo langt lækn- isnám, tala um kaup, styrkja- hækkanir, ívilnanir og margt fleira. Aðrir reka augun mest í kennslu- fyrirkomulagið, sem þeir telja orð- ið úrelt: of mikil teori en of litill praxis; enn aðrir sjá, eða jafn- vel ofmeta, kosti hin mikla bók- náms, en telja tilhögun þess að ýmsu ábótavant. I stuttu máli: mörg mismunandi sjónarmið eru ríkjandi, eins og eðlilegt er í stór- um og sundurleitum hóp, en um eitt atriði er algjört samkomulag: námstíminn er orðinn of langur. Orsakir þessa eru svo fjölþættar, að ekki mun ráðlegt að fara út í nánari sundurliðun þeirra á þess- um vettvangi. Ef til vill má leita grundvallarorsakarinnar í þeirri staðreynd, að læknisfræðin verður með ári hverju umfangsmeiri, alltaf bætast við nýjungar, sem hver um sig og allar saman víkka sjóndeildarhringinn og gera þar með æ meiri kröfur til nemandans um yfirgripsmeira viðhorf, fleiri minnisatriði, fleiri ályktanir. Það er að vísu rétt, að enginn gerir þær kröfur til læknanemans, að hann hafi fulla yfirsýn yfir allar hinar mismunandi greinar læknis- fræðinnar, en hinu ber heldur ekki að neita, að viðhorf hans og þekk- ing þurfi að ná til miklu víðari sviða en áður var, þótt ekki sé lengra farið aftur í tímann en til þeirra ára, er núverandi fyrir- komulag kennslu íslenzkra (og danskra) lækna var að skipast. Annað atriði, sem eflaust á sinn þátt í því, hve seint mönnum sæk- ist námið, er hin mikla fjölgun nemenda, sem orðið hefir, án þess að form og aðstaða kennslunnar hafi tekið neinum verulegum breyt- ingum til að mæta þeirri fjölgun. Félagssamtök læknanema hafa hvað eftir annað hreyft þessum málum, bæði með áskorunum, sam- þykktum og tillögum. Þess ber þó að gæta, að tillögur þær, sem komið hafa frá þessum aðiljum hafa verið mjög ófullkomnar og miðazt við tiltölulega óbreytt form og aðstæður, enda e. t. v. fyrst og fremst fram komnar í þeim til- gangi að sýna, að hugur lækna- nema er vakandi fyrir þessum mál- um. Frá forráðamönnum deildarinn- ar hefir hinsvegar mjög lítið heyrzt — því miður. Það er þó sennilegt að þeir hafi engu minni á- huga á úrbótum en læknanemar sjálfir, því þeir eru þó velflestir bundnir við deildina um fleiri ára bil en nemendurnir. Það er því von- andi, að læknanemar sjái þá ósk sína rætast innan skamms, að tekin verði til athugunar og fram- kvæmdar, róttæk breyting á öllu fyrirkomulagi læknakennslu á ís- landi, þannig að tíminn notist bet- ur, sem til námsins er varið, jafn- ari skipting fáist á teori og praxis, nánara samband kennara og nem- enda og skipulagning námsefnis og námstíma meðal nemenda sjálfra.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.