Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN Prófessoraskipti. Á síðastliðnu hausti urðu þær breyt- ingar á kennaraliði læknadeildarinnar, að prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson lét af kennslu og yfirlæknisstörfum, en í hans stað tók við dr. Jóhann Sæ- mundsson. Það er ekki n það [ Prófessor Jón Hj. Sigurðsson Fæddur 15. okt. 1878. Kandidat 1906. Hefir frá 1912 verið kenn- ari í læknisfræði við H. 1. Hann varð yfirlæknir Lyfjadeildar Landspítalans 1931 og jafnframt skipaður prófess- or. Rektor Háskólans var hann 1942— 1945. Auk lyflæknisfræði kenndi pró- fessor Hjaltalín lyfjafræði frá 1933 til 1936. Prófessor Hjaltalín var mjög vin- sæll og ágætur kennari, eins og hinir 36 árgangar lækna, er hann hefir út- skrifað, bera vott um! Prófessor Jóhann Sæm- undsson. Ég hitti próf. Jóhann Sæmunds- son einn morguninn og nefndi við hann, að blaðið okkar hefði hug á að kynnast skoðunum hans varð- andi ýms áhugamál okkar lækna- nema. Málið var auðsótt, og lét ég brátt. til skarar skríða með spurningar mínar, en prófessorinn leysti úr þeim öllum fljótt og vel. — Hvernig virðast yður náms- skilyrði íslenzkra læknanema í samanburði við þau, sem collegar okkar á Norðulöndum eiga við að búa? „Námsskilyrðin hér heima eru um margt miklu ófullkomnari en erlendis, þar sem ég þekki til. í f yrsta lagi er þar meira kennaraval. Ég tek lyflæknisfræði sem dæmi. Þar kennir ekki sami maður allt, bæði teoretiskt og praktiskt, eða hvaða sérgrein, sem vera skal, inn- an læknisfræðinnar. Kennslan kem- ur á margar hendur, og miklu meiri líkur eru til, að hún beri æskilegan árangur með slíkri verkaskiptingu. — Erlendir háskól- ar eiga ýms hjálpargögn, sem okk- ur vanhagar mjög um, svo sem kvikmyndir og myndasöfn, sem bykja gefa góða raun við kennsl- una og sýna aðalatriðin á ljósan hátt, svo að festist í minni.“ — Álítið þér íslenzka kandidata jafnhæfa erlendum kandidötum, er þér hafið kynnzt? „Islenzkir kandidatar eru mjög Fæddur 9. maí 1905. Kandidat 1931. Starfaði á ýmsum sjúkra- húsum á Norður- löndum 1932— 1934, aðallega við taugasjúkdóma- deildir. Aðstoðar- læknir við lyfja- deild Landspítalans frá 1934 til 1937. Starfaði frá 1946—1948 á Söder- sjukhuset I Stokkhólmi, m. a. að rann- sóknum á Kaiium- og pepsinmagni í magavökva með tilliti til parasympa- tikusirritationar, og varði doktorsrit- gerð um þetta efni við Karolinska In- stitutet í Stokkhólmi í mai 1948. Prófessor Jóhann hefir sýnt blaðinu þá vinsemd að rabba við „fréttamann" þess, og birtist viðtal þeirra á þessari opnu.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.