Læknaneminn - 01.03.1949, Síða 5

Læknaneminn - 01.03.1949, Síða 5
LÆKNANEMINN 5 is.“ — „Virtist þér nokkur brögð að því, að sjúklingar forðuðust áð- urnefnda kvenlækna í nágranna- héraðinu?" — „Alltaf var nokkur slæðingur til okkar af ógiftu kven- fólki úr nágrannahéraðinu, en það hefir varla gert betur en að vega á móti þeim karlsjúklingum, sem við misstum til þeirra.“ „Hefir þú nokkur góð heilræði ungum mönnum?" spyrjum vér. — „Ef vafasamt sjúkdómstilfelli kem- ur fyrir og ekki er fullljóst um meðferð, skal, á diplomatiskan hátt, koma því á nágrannalækninn. Með þessu má fá mjög góða stat- istik.“ Vér þökkum og förum. Á leiðinni fram ganginn mætum vér mjög alvörugefnum manni, ljómandi af prófáhyggjum. Vér vogum samt að biðja um stutt við- tal. „Hvernig tókst þér að berjast við lúsina á Vestfjörðum í sumar?“ spyrjum vér. Maðurinn bregzt illa við þessari spurningu og segir Vest firðinga öðrum landsmönnum sízt lúsugri. „Þetta er einungis gamall rógur, sem sést í gömlum, fölsuð- um heilbrigðisskýrslum. — Ef ég á að segja ykkur frá héraðslæknis- reynslu minni, er nú af mörgu að taka. Eg vil fyrst nota tækifærið og ráðleggja öllum væntanlegum collegúm að kynna sér einhver af helztu undirstöðuatriðum læknis- fræðinnar áður en þeir ráða sig út í hérað. Fyrst, þegar ég fór í hérað, þekkti eg ekkert meðal annað en kamfóru, enda notaði eg hana óspart, bæði í áburði og til inntöku. Skal það tekið fram, að þetta reyndist þó furðu vel, eink- um eftir að mér lærðist að krydda með kreósóti og hoffmannsdrop- um.“ Hann hristir höfuðið með hin- um góðlega gamalmannssvip og brosir: „Það var nú þá. Margt hefir á dagana drifið síðan. Oft reynir mjög á taugar ungs lækna- stúdents, þegar hann lendir í stór- ræðum. Eitt sinn úti á landi kom til mín mjög fræg söngkona, sem var á ferðalagi. Hafði hún ein- hverja slæmsku í auga og bað mig um góða augndropa. Ég tók þá einu augndropa, sem eg þekkti, en það voru argyrol-dropar, að mig minnir. Þegar eg nálgaðist andlit konunnar með þennan ólystuga vökva, varð ég svo ákaflega skjálf- hentur, að mér tókst alls ekki að hitta í augun, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Hætti eg ekki, fvrr en báðar nasir voru fullar orðnai' og allt andlitið brúnflekkótt af dropum. „Eitt sinn var eg kvaddur til konu í barnsnauð, sem fæðing hafði dregizt lengi hjá. Taldi yfirsetu- konan, að um sitjandafæðingu væri að ræða. Eg varð auðvitað að ganga úr skugga um hvernig legu barns- ins væri háttað, og varð óhemju feginn, er ég varð allt í einu þess var við explorationina, að bitið var hraustlega í fingur mér.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.