Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 3

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 3
Hvert stefnir íslensk heilbrigðisþjónusta? Þaö var árið 1985 sem Evr- ópuríki innan Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar settu sér 38 markmið, sem öll tengdust því að láta drauminn um „heilbrigði allra árið 2000“ rætast. Sex árum síð- ar setti Alþingi íslendinga fram metnaðarfulla viljayfirlýsingu með samþykkt þingsályktunar „íslenskrar heilbrigðisáætlunar." Ég leyfi mér að vitna í fyrstu grein hennar: „Tilgangur heil- brigðisþjónustunnar er að skapa jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, að bæta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við árin“, og síðar; „gefa þarf sérstakan gaum að þörfum þeirra sem verst eru sett- ir og þjóðfélagshópa sem ekki njóta fyllsta jafnréttis til að öðlast heilbrigði eða njóta heilbrigðis- þjónustu. í þessu sambandi er rétt að nefna sérstaklega aldr- aða, þá sem þjást af langvinnum sjúkdómum sem valda verulegri fötlun og þá sem fatlaðir eru frá fæðingu". Þrátt fyrir góðan vilja Alþingis, hefur aldrei gengið meira á í heil- brigðismálum þjóðarinnar en einmitt eftir þessa samþykkt. Lokanir deilda, tilfærsla sjúklinga á milli stofnana, hækkuð þjón- ustugjöld og biðlistar lengjast sí- fellt. Undanfarin ár hefur Sjálfs- björg jafnt sem ýmis önnur sam- tök öryrkja brugðist hart við þeg- ar árviss sparnaðaráætlun í heil- brigðiskerfinu kemur fram. Til- laga um lokun Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, eða að mikið verði dregið úr starfsemi þessarar bráðnauðsynlegu end- urhæfingardeildar, hefur alloft komið fram. Það brást heldur ekki í þetta sinn, þrátt fyrir að fundin var leið til að rekstur hennar gengi nokkurn veginn fyr- ir sig þetta árið. Sífellt verður umræða um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu meira áberandi; að til þess geti komið að sjúklingum verði neitað um aðgerðir vegna vissra sjúk- dóma eða aldurs. Það þarf ekki að fara langt út fyrir landsstein- ana til að sjá dæmi um slíkt. Danir hafa tekið upp þessa úr- eldingu gagnvart eldra fólki. Ef einstaklingur er 70 ára eða eldri, fær hann ekki svokallaða hjarta- þræðingu, sem er æðamynda- taka gerð fyrir hjartauppskurð. Þar með verður ekki af neinni aðgerð. Mér er ekki kunnugt um hvort t.d. fötluð börn fái svipaða meðferð, eða slysasjúklingar sem vafasamt er að verði arð- vænlegir í náinni framtíð. Hætta er á, ef almenningur fer að trúa því að forgangsröðun sé sjálfsögð í einhverjum tilvikum, að þá verði þeir sem eiga eitt- hvað í handraðanum settir ofar á biðlistann, því þeir geta greitt að fullu fyrir þjónustuna. Nokkurs tvískinnungs gætir í þessum málum. Fyrir nokkrum árum sendi landlæknisembættið bréfsnuddu inn_á Alþingi með spurningum um vilja Alþingis- manna til fjölda aðgerða á ári hverju. Alþingi íslendinga brást hart við þessu áreiti og alþingis- menn vildu ekki fyrir neinn mun taka afstöðu til málsins. Af reynslu undangenginna ára er fjárlagafrumvarpsins beðið með nokkrum kvíða. Það er eilít- ill skjálfti í þeim fingrum sem fletta þessari Ijósbláu bók árlega og leita uppi málaflokka eins og lífeyristryggingar, bætur sam- kvæmt lögum um félagslega að- stoð, sjúkratryggingar og málefni fatlaðra. Kvíðinn var heldur ekki ástæðulaus að þessu sinni. Við fyrstu sjónhendingu á að lækka útgjöld ríkisins til sjúkratrygginga um 650 milljónir króna. Ef til vill er þó erfiðast að meðhöndla að- almarkmiðstillögu ríkisstjórnar- innar en hún er eftirfarandi: „Til- lögur til sparnaðar í sjúkratrygg- ingum taka mið af því að ná til baka þeim útgjöldum sem fara fram úr áætlunum fjárlaga 1996“. Guðríður Ólafsdóttir. BMW—IBIWpillMg———BH Sjálfsbjörg 1996 Útgefandi: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra Umsjón meö vinnslu: Siguröur Einarsson (ábm.) Einar Örn Stefánsson Útlitshönnun og umbrot: Blaöasmíöjan. Ljósmyndir: Róbert Ágústsson o. fl. Prentvinnsla: Borgarprent Forsíöumynd er eftir Birki Viðar Reynisson í Grunnskóla Ólafsvíkur. Hann hlaut fyrstu verölaun í hugmyndasamkeppni meöal skólabarna á Vesturlandi. SJALFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.