Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 14

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 14
Þjóðin skilur þörfina fyrír aðhald - segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra um sparnaðaraðgerðir stjórnvalda r Iupptalningunni hér til hliðar má sjá að íslenskir lífeyrisþegar hafa mátt þola margvíslegar kjaraskerðingar af hendi ríkis- valdsins. Ákvarðanirnar um þær eru að sjálfsögðu teknar á Al- þingi, en vitaskuld er það heilbrigðis- og tryggingaráðherra sem leggur þær til fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Það þótti því við hæfi að Sjálfsbjargarblaðið legði nokkrar spurningar fyrir Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og fara svör hennar hér á eftir. □ □ Á árinu 1996 hafa lífeyris- þegar mátt þola margvíslega kjaraskerðingu: □ □ Tvísköttun var hafin um síðustu áramót, 15% skattaaf- sláttur af lífeyrisgreiðslum sem átti að gilda í fimm ár af- numinn eftir eitt ár. □ □ Fjármagnstekjuskattur á greiðslur til lífeyrisþega inn- heimtur frá 1. sept. sl. en hjá öðrum hefst þessi innheimta ekki fyrr en um næstu áramót. □ □ Grunnlífeyrir skertur um 30% í stað 25% vegna tekna, jaðarskattur getur farið upp í 100% í vissum tilvikum. □ □ Uppbót á lífeyri þeirra sem hafa mikinn lyfja- og lækniskostnað tekjutengd og fellur niður ef brúttótekjur fara yfir 75.000 kr. á mánuði og eignir yfir 2,5 milljónir króna. Snertir þúsundir lífeyrisþega. □ □ Afnotagjald RÚV ekki lengur fellt niður hjá lífeyris- þegum sem missa uppbótina. □ □ Hærra gjald fyrir læknis- þjónustu og rannsóknir, end- urgreiðslureglur vegna lækn- is- og lyfjakostnaðar gerðar flóknar og þrengdar um leið. □ □ Lífeyrisþegar á aldrinum 67-70 ára þurfa að greiða 12.000 kr. fyrir læknisþjónustu til að fá afsláttarkort, var 3.000 kr. □ □ Lágmarksverð á lyfjum hækkar. □ □ Bílastyrkjum fækkað verulega, þrátt fyrir mikla eftir- spurn. (£) SJÁLFSBJÖRG Fjármagnstekjuskattur Hvers vegna er fjármagnstekju- skattur innheimtur hjá lífeyrisþegum áður en aðrir byrja að greiða hann? Það greiðir enginn fjármagnstekju- skatt fyrr en frá og með næstu áramót- um, heldur ekki lífeyrisþegar. Frá og með 1. september þessa árs er hluti fjármagnstekna tekinn inn sem tekju- viðmið með tilliti til tekjutryggingar, en endurreikningur á tekjutryggingu fer fram einu sinni á ári hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og tekur gildi 1. september til þar næstu tólf mánaða. Það hefur mjög lengi þótt verulegur ljóður á ráði tekjutryggingar að ein- ungis vinnutekjur voru reiknaðar til skerðingar en ekki fjármagnstekjur. Þannig voru efnalitlir lífeyrisþegar með tiltölulega litlar vinnutekjur skertir í tekjutryggingu meðan fjár- magnseigendur gátu haft margfaldar tekjur án skerðingar. Hvers vegna er kostnaður lífeyris- þega af lyfjum og lœknisaðstoð auk- inn? Kostnaður lífeyrisþega af lyfjum og læknisaðstoð hefur í heild alls ekki verið aukinn umfram aðra. Einungis ellilífeyrisþegar á aldrinum 67-70 ára, sem ekki voru örorkulífeyrisþegar fyr- ir eða sjómenn með óskertan lífeyri, njóta ekki lengur afsláttarkjara eins og aðrir lífeyrisþegar. A móti ber að at- huga að stærstur hluti ellilífeyrisþega á þessum aldri er enn í fullri vinnu og að því leyti ekki frábrugðinn öðru vinnandi fólki, ennfremur að reglu- gerð um endurgreiðslur vegna lyfja- og lækniskostnaðar hefur verið rýmkuð til muna með fjölgun viðmið- unarþrepa í tekjum og styttingu endur- greiðslutímabila í þrjá mánuði í stað sex og þar að auki er sérstökum tilfell- um hægt að mæta eftir sem áður með útgáfu lyfjakorta. Jaöarskattar aukast í umræðum um skattamál er oft rætt um jaðarskatta en þeir birtast í því að bætur sem fólk á rétt á úr ríkissjóði skerðast við það að tekjur fólks hækka. Margrét H. Sigurðardóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík birti í sumar grein í Morgunblaðinu þar sem hún tók dæmi af áhrifum jaðarskatts á ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega en það segir einnig sögu af öðrum lífeyrisþeg-

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.