Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 17
„Grensásdeildin hefur veriö treyst í sessi sem endurhæfingardeild, sem rekin verður í samvinnu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna.“ Myndin er frá sundlauginni á Grensásdeildinni. hvort sem mælt er í hlutfalli af vergri landsframleiðslu eða útgjöldum deilt niður á íbúa. Utgjöld til sjúkrahúsa voru 69.500 kr. á íbúa 1988 en 62.400 kr. árið 1995. Til þess að halda í við íbúafjölgunina hefðu útgjöldin þurft að vera 1,9 milljörðum meiri en þau voru og er þá ekki tekið tillit til þess að öldruðum hefur fjölgað meira en öðrum aldurshópum (15,7% á móti 6,4%). Opinber heilbrigðisútgjöld voru lægra hlutfall af VLF síðustu tvö ár en næstu sjö ár þar á undan. Utgjöld vegna ellilífeyris voru 2,38% af VLF á Islandi, 6,5-10,5% á Norðurlöndum. Því var ráðherra spurður: Af hverju þarf að skera þessi út- gjöld niður? Utgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála hækkuðu um 3 milljarða króna á síðasta ári og hækka um 2 milljarða á næsta ári. Þetta er stærsti útgjaldaliður fjárlaga íslenska ríkisins eða 40-42% útgjaldanna. Næststærsti útgjaldaliðurinn, sem farið hefur ört vaxandi á undanförnum árum, eru vextir og afborganir af erlendum og innlendum lánum ríkissjóðs. Það er ljóst að við svo búið má ekki standa. Það nægir ekki að halda skuldum rík- isins í horfinu. Það verður að ná skuld- unum niður til að sjúklingar og lífeyr- isþegar framtíðarinnar komi ekki að lokuðum dyrum með sínar þarfir og til þess að skattpeningar framtíðarinnar nýtist til þarfari hluta en að greiða nið- ur skuldir eins og nú ber nauðsyn til. Við aukum ekki velferð með lántök- um. Það er að síðustu alveg augljóst, að þegar ríkið grynnkar á skuldabyrði, þá nýtur þessi málaflokkur þess fyrst og fremst, enda tel ég það í takt við vilja þjóðarinnar. Er niðurskurðurinn í samræmi við vilja þjóðarinnar? Getur það kallast niðurskurður að bæta 5 milljörðum króna eða 11% við málaflokkinn á tveimur árum? Venjan er sú að allir lýsa yfir vilja til að spara og hagræða nema í þeim málaflokkum sem að þeim snúa. I raun vill þjóðin Það verður að ná skuldunum niður til að sjúklingar og líf- eyrisþegar framtíð- arinnar komi ekki að lokuðum dyrum með sínar þarfir. ekki að íslenskur efnahagur sökkvi í skuldafen. Þess vegna er ríkur skiln- ingur á aðhaldsaðgerðum meðal þjóð- arinnar, en jafnframt krafa um að bæta sífellt meiru í þennan málaflokk. Biölistarnir styttir Sýnt hefur verið fram á að sparn- aður á horð við lokun deilda og mynd- un biðlista eftir aðgerðum er þjóð- hagslega óhagkvæm, þe. hann leiðir til meiri útgjalda fyrr eða síðar, svo ekki sé minnst á þjáningar sjúklinga og álag á starfsfólk heilhrigðisstofnana. Hvers vegna er slíkum aðferðum samt beitt ár eftir ár? Við erum sífellt að gera fleiri og flóknari aðgerðir, aðgerðir sem engir biðlistar voru í fyrir fáum árum vegna þess að þær voru einfaldlega ekki gerðar. Nægir þar að nefna ýmsar æðaaðgerðir, flóknar beinaaðgerðir, sbr. hryggspengingar, að ekki sé talað um þær augnaðgerðir sem gerðar eru í dag. Þegar grannt er skoðað er ómögu- legt að halda uppi fullri starfsemi allt árið vegna fría starfsfólks og við eig- um ekki nægilega mikið af sérhæfðu starfsfólki til afleysinga. En þegar tal- að er um biðlista er oft innifalið í töl- unum fólk sem á pantaðan tíma innan eðlilegs frests, t.d. vegna endurtekinna speglana. Sem betur fer hefur talsverð- ur árangur náðst í að stytta biðlista, s.s. í hjartaaðgerðir, en við hljótum að stefna að því að gera enn betur. -ÞH SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.