Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 13
Sigurður Björnsson: „Verkstæðið í Kópavogi annar engan veginn öllum þeim viðgerðum sem það á að sinna. Afleiðingin er sú að tækin hrannast upp og biðtími eftir viðgerð lengist.“ samkeppninnar í þjónustunni? Þessi einokun veldur því að fólk veigrar sér við að hafa samband við verkstæðið þótt tækið sé farið að gefa sig. Fyrir vikið geta viðgerðirnar orðið mun viðameiri og dýrari en þær þyrftu að vera ef eðlilegu viðhaldi væri sinnt. Kerfið er bara svona — Það hefur ekki verið gerð nein athugun á því hvort reglurnar hafi verið hertar, en það er greinilega erf- iðara fyrir fatlaða að sækja sinn rétt að þessu leyti. Tækjunum fylgir skilaskylda, miðstöðin tekur við þeim, gerir þau upp og reynir að koma þeim aftur í gagnið. En það er reynt að pranga inn á fólk lélegri og verri tækjum en það þarf á að halda. - Er þetta ekki nógu gott fyrir þig? virðist vera viðhorfið. Og þeir sem ekki standa á móti láta sér nægja minna en þeir eiga rétt á. Það er líka oft á reiki hver réttur manna er. Eg get nefnt sem dæmi þennan stól sem ég sit í. Hann er gerður fyrir 6 km hraða á klukku- stund en með því að setja í hann lít- inn kubb er hægt að auka hraðann í 10 km. Þessi kubbur kostar 20.000 krónur og mér var sagt að ég þyrfti að borga fyrir hann sjálfur. Svo hef ég heyrt af öðrum sem hafa fengið hann borgaðan. Mér er því spurn hvort ég fái hann endurgreiddan þeg- ar ég skila stólnum inn aftur. Eg veit ekki hvort þessi aukna stífni og stirðleiki í garð þeirra sem þurfa á hjálpartækjum að halda er meðvitaður. Sennilega er þetta bara kerfið sem er svona, hvað sem líður vilja einstaklinganna sem í því starfa, segir Sigurður. SJÁLFSBJÖRG (J)

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.