Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 24

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 24
Grensasdeild Sparnaðartalið tekur á taugarnar - segir Ingibjörg Hjaltadóttir kjúkrunar- framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Grensásdeild hefur um aldarfjórð- ungs skeið leikið stórt hlutverk í endurhæfingu þeirra sem lent hafa í slysum eða orðið fyrir öðrum áföllum sem skerðir hreyfigetu þeirra. Þar hefur margur maðurinn náð ótrúleg- um árangri með aðstoð hæfra starfsmanna deildarinnar. Það vefst hins vegar ekki fyrir þeim sem nú heimsækir deildina að hún hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár. Þegar komið er upp á aðra hæð blasir við skilti sem á stendur: Deildin lokuð í sumar. Og það er kominn október en þama er enginn maður nema Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri sem er með skrifstofu sína á þessari eyðilegu hæð. Breytingar í aðsigi - Það hafa verið ýmsir erfiðleikar í rekstri Grensásdeildar síðustu árin, segir Ingibjörg, og þótt þá megi að hluta rekja til sparnaðar og niðurskurðar þá kemur fleira til. Það hefur verið erfitt að fá starfsfólk, einkum hjúkrunarfræð- inga, til starfa við deildina. Afleiðingin er sú að nýtingin hefur ekki verið nema 60-70% síðustu þrjú árin, bætir hún við. Nú eru hins vegar horfur á að þetta breytist á næstunni. Ingibjörg segir að frá og með næstu áramótum líti út fyrir að öll 60 sjúkrarúm Grensásdeildar verði í notkun. Það er töluverð breyting því að undanförnu hafa ekki nema 40- 45 rúm verið í notkun og á sumrin hefur talan farið niður í 30. Bráðadeildin er opin og í fullum rekstri en fimm daga deildinni varð að loka í maí. Þegar átti að opna hana aftur í haust vantaði mannskap. - Það eru ýmsar skipulagsbreytingar í bígerð eftir að samkomulag var gert milli ráðherra, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans nú í haust. Samkvæmt því á Grensásdeild að sinna endurhæf- ingu fyrir bæði stóru sjúkrahúsin. Sam- tímis því verður Heilsuverndarstöðinni iokað í byrjun desember en þangað hafa farið mikið fatlaðir sjúklingar frá okkur. Þeim sem þar eru verður skipt í tvo hópa: þeir eldri fara á Landakot þar sem öll öldrunarþjónustan verður sameinuð, en þeir yngri verða hér hjá okkur í hjúkrun þangað til nýtt hjúkrunarheimili sem Reykjavíkurborg og Rauði kross- inn eru að byggja í Mjódd verður tilbúið næsta vor eða haust. Þá flytjast þeir þangað. Ingibjörg Hjaltadóttir: „Eftirspurn eftir endurhæfingu er svo mikil aö við getum engan veginn annað henni.“ Þegar Heilsuverndarstöðinni verður lokað verða 45 sjúklingar hér á deild- inni. Þann 6. janúar verður svo opnuð fimm daga deild með 16 rúmum. Hún verður opin allan sólarhringinn frá mánudegi til föstudags en sjúklingamir fara heim um helgar. Þá verður deildin fullnýtt, segir Ingibjörg. Viðhaldinu ekki sinnt Hún segir að með því að setja alla endurhæfinguna undir eitt þak náist spamaður. Starfsfólk á Heilsuverndar- stöðinni flyst með sjúklingunum á Grensásdeild. — Hins vegar er eftirspurnin eftir endurhæfingu svo mikil að við getum engan veginn annað henni. Afleiðingin er sú að fólk bíður á bráðadeildum sjúkrahúsanna lengur en það þyrfti og er svo útskrifað án endurhæfingar. Það hefur því orðið að leita til einkarekinnar endurhæfingarþjónustu eða á göngu- deildir sjúkrahúsa. Sparnaðurinn af þessu er vafasamur því fólk þarf að bíða í dýrari rúmum hátæknideildanna en rúmin hér á Grensásdeild eru töluvert ó- dýrari en þau. Sparnaðurinn hefur líka bitnað á viðhaldi hússins og nú er ljóst að því Grensásdeild: „Deildin lokuð í sumar“ stendur á skilti þar og þótt sumariö sé löngu liðið er engan þar að finna nema Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra. © SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.