Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 6
Við setningu Sjálfsbjargarþings: Kunnugleg andlit úr verkalýðs- og tryggingamálum. Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir deild- arstjóri hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur flutti erindi um stefnu Reykjavík- urborgar í málefnum fatlaðra. Þessi málaflokkur mun verða fluttur yfir til sveitarfélaganna og ræddi Aðalbjörg um hverning Reykjavíkurborg hyggðist vinna að þessari breytingu. Mörkuð hefur verið sú stefna að tryggt verði að ætíð verði til nægilegt fjármagn til málaflokksins. Hún sagði að vinnuregla yrði þannig að ekki yrði farið af stað með vinnslu verkefna fyrr en þá. TVyggingastofnun ríkisins Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, skýrði frá Tryggingastofnun í fortíð og nútíð. Stofnunin er nú 60 ára og sagði hann frá samstarfi stofnunarinnar og Sjálfs- bjargar og ræddi um að niðurskurður mætti ekki eiga sér stað eða yrði þá að vera í algjöru lágmarki. Þá rakti hann einnig breytingar sem hafa orðið á veg- um stofnunarinnar. Hann lýsti því yfir að m.a. hafi vottorðafargani stofnunar- innar verið sagt stríð á hendur. Karl Steinar ræddi um húsnæðismálavanda stofnunarinnar og þakkaði hann Sjálfs- björg fyrir stuðninginn við úrbætur á því sviði. Ráðinn hefur verið félagsfræðingur við stofnunina. Hann hefur að megin- starfi að efla tengsl við hagsmunasam- tök og viðskiptamenn þannig að þau verði sem allra best. (3 SJÁLFSBJÖRG Upplýsingamiðlun Því næst sté í pontu Jón Hákon Magnússon, markaðsfulltrúi, og hélt ávarp undir yfirskriftinni „Ræður Sjálfsbjörg við upplýsingatækni nútím- ans?” Hann ræddi þá miklu breytingu sem hefur átt sér stað í upplýsingamiðl- un á seinustu árum. Megin vandi ein- staklinga og félagasamtaka væri að koma frá sér upplýsingum, þannig að eftir þeim sé tekið. Komu fram margir mjög nytlegir punktar og ábendingar sem vafalaust munu koma sér vel fyrir Sjálfsbjörg í framtíðinni. Eftir að fluttar höfðu verið skýrslur félagsdeilda Sjálfsbjargar voru fjórir starfshópar myndaðir á þinginu, sem tóku þegar til starfa: 1. Starfshópur um lífeyris- og trygg- ingamál. 2. Starfshópur um tveggja ára fram- kvæmdaáætlun á grundvelli stefnu Sjálfsbjargar Ræður Sjálfsbjörg við upplýsingatækni nútímans? spyr Jón Hákon Magnússon.

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.